Aldís Snorradóttir og Ingibjörg Hannesdóttir hafa verið ráðnar verkefnastjórar í deild sýninga og miðlunar í Listasafni Reykjavíkur.
Aldís er með meistaragráðu í listasögu frá Leiden háskóla í Hollandi og BFA í sama fagi frá Concordia háskóla í Montréal í Kanada. Hún hefur víðtæka reynslu af miðlunarstörfum í tengslum við myndlist, ýmist úr gallerírekstri, safnastarfi, sem og við textagerð, skipulag viðburða og önnur verkefni.
Ingibjörg er með meistaragráðu í mennta- og menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst auk kennsluréttinda B.ed. frá myndlistarkennaradeild Kennaraháskóla Íslands. Hún hefur mikla reynslu af kennslu, bæði sem listgreinakennari og umsjónakennari í grunnskólum til margra ára auk reynslu sem verkefnastjóri á ýmsum skólastigum.