fbpx
Laugardagur 14.desember 2024

SKÚLPTUR 2018 – Sköpunarkraftur Gerðar Helgadóttur leiðarstef

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. júlí 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listamennirnir Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir og Styrmir Örn Guðmundsson taka þátt í sýningaröðinni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR 2018.

Sköpunarkraftur og tilraunastarfsemi Gerðar Helgadóttur er leiðarstef í allri starfsemi Gerðarsafns og býður safnið samtímalistamönnum að ganga inn í sýningu Gerðar Helgadóttur undir hatti sýningaraðarinnar SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR. Með því er gerð tilraun til að draga fram skúlptúrinn í samtímanum, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Sýningaröðin fer fram í þriðja sinn í ár, en henni er ætlað að heiðra Gerði og framlag hennar til íslenskrar höggmyndalistar um leið og dregnar eru saman tengingar við hreyfingar í samtímaskúlptúr.

Gerðarsafn kallaði eftir umsóknum myndlistarmanna til þátttöku fyrr á árinu. Þátttakendur í sýningaröðinni í ár hafa verið valdir úr yfir 100 manna hópi listamanna. Það eru Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir og Styrmir Örn Guðmundsson sem sýna verk sín, samhliða verkum Gerðar Helgadóttur.

Titillinn SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR vísar til sýningarinnar Skúlptúr / skúlptúr / skúlptúr sem haldin var á Kjarvalsstöðum árið 1994 en hún opnaði sama ár og Gerðarsafn var opnað fyrir gestum. Þar sýndu á þriðja tug listamanna verk sín en sýningunni var ætlað að gefa yfirlit yfir höggmyndalist þess tíma. Sýningin opnar föstudaginn 24. ágúst kl. 20.

Listamenn:

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (f. 1981) lauk B.A. námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og MFA frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Áslaug bjó um tíma í Bandaríkjunum en býr nú og starfar í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt í samsýningum í söfnum og öðrum sýningarrýmum Evrópu, Bandaríkjunum og á Íslandi. Áslaug hélt sína fyrstu einkasýningu árið 2015 í Hverfisgallerí en sýnir nú einnig verk sín við hlið Svavars Guðnasonar í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði.

Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir (f.1982) starfar bæði í Reykjavík og Antwerpen, Belgíu. Hún lauk M.A. gráðu frá málaradeild KASK, Gent árið 2013 og framhaldsnámi við HISK, Higher Institute for Fine Arts, í Gent 2014 – 2015. Áður hafði hún lokið B.A. námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Jóhanna Kristbjörg hefur sýnt verk sín víðsvegar: má þar nefna listasafnið S.M.A.K. í Gent, Moscow Biennale 2015, Andersen’s Contemporary í Kaupmannahöfn, Ornis A. Gallery í Amsterdam og Kunsthalle São Paulo í Brazilíu. Einkasýning hennar, Margoft viðsjáum og Margoft viðsjáum aftur, var sett upp í Hafnarborg fyrr á árinu.

Steinunn Önnudóttir (f. 1984) útskrifaðist með BA í myndlist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2011 og lauk einnig BA í grafískri hönnun frá sama skóla árið 2009. Hún stundar nú MA nám í myndlist við Listaháskóla Íslands. Steinunn býr og starfar í Reykjavík þar sem hún rekur sýningarrýmið Harbinger en einnig hefur hún fengist við útgáfu bóka og bókverka. Fyrsta einkasýning hennar Samastaður var sett upp í SÍM salnum árið 2015 en einnig sýndi hún í Ekkisens og tók þátt í sýningu Myndhöggvarafélagsins Hjólið sem opnaði í tengslum við Listahátíð í Reykjavík.

Styrmir Örn Guðmundsson (f. 1984) býr og starfar bæði í Varsjá, Póllandi og Reykjavík. Hann lauk listnámi í Amsterdam við Sandberg Institute (MA) árið 2012 og Gerrit Rietveld Academy (BFA) árið 2009. Í kjölfarið hefur Styrmir unnið að fjölbreyttum verkefnum, sýnt verk sín og flutt gjörninga á alþjóðlegum vettvangi, bæði á hátíðum, í söfnum og sýningarrýmum og innan leikhússins.  Nýlega flutti hann gjörninginn What Am I doing With My Life í skála Litháens á Feneyjartvíæringnum 2017, sem hefur verið sýndur víða bæði á Íslandi og í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Þórhildur segir þetta einu ástæðuna fyrir því að fólk eigi að vera í sambandi

Þórhildur segir þetta einu ástæðuna fyrir því að fólk eigi að vera í sambandi