Plötusnúðurinn og útvarpskonan Andrea Jónsdóttir er að dj-a í veitingatjaldi Eistnaflug alla helgina. Andrea fékk íslensku Fálkaorðuna, riddarakross, þann 17. Júní síðastliðinn fyrir framlag til kynningar á íslenskri og erlendri dægurtónlist.
Í júní 2016 fékk hún heiðursverðlaun Eistnaflugs Grjótið, sem eru viðurkenning sem veitt er einstaklingi sem þakklætis og virðingarvottur fyrir ötult og óeigingjarnt starf að framgangi þungarokks á Íslandi og sem hvati til góðra verka í framtíðinni.
Andrea gerði sér lítið fyrir og mætti á Eistnaflug í ár með þessar frábæru viðurkenningar með sér.