fbpx
Laugardagur 14.desember 2024

Olga Vocal Ensemble með feminíska tónleika á Akureyri

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 13. júlí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlegi sönghópurinn Olga Vocal Ensemble mun koma fram á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 15. júlí kl. 17.

Þema tónleikanna er femínismi og bera þeir yfirskriftina It’s a Woman’s World þar sem listakonum síðustu 1000 ára er fagnað. Á efnisskránni eru meðal annars lög eftir Hildgard von Bingen sem fædd var árið 1098 og Barböru Strozzi sem var uppi á 16. öld. Flutt verða lög sem eru hvað þekkust í flutningi frægra söngkvenna, til dæmis Ninu Simone, Édith Piaf og Billie Holliday. Á efnisskránni eru fjögur lög sem samin voru sérstaklega fyrir Olgu. Fjölbreytni í lagavali og tónlistarstíl ræður ríkjum og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Sönghópurinn hefur verið starfræktur síðan árið 2012 en hópurinn hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi sumarið 2013 og hefur heimsótt Ísland á hverju ári síðan þá. Hópurinn er skipaður 5 strákum sem allir eru búsettir í Hollandi. Í Olgu eru Hollendingarnar Jonathan Ploeg og Arjan Lienaerts, Englendingurinn Matthew Lawrence Smith, rússneski Bandaríkjamaðurinn Philip Barkhudarov og Íslendingurinn Pétur Oddbergur Heimisson.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ætlar að fá treyju Messi áður en hann mætir til Englands

Ætlar að fá treyju Messi áður en hann mætir til Englands
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“