Þungarokkssveitin Skálmöld heldur tvenna tónleika á Gauknum næstu helgi, föstudaginn 20. júlí.
Fyrri tónleikarnir eru kl. 16 og henta þungarokksaðdáendum á öllum aldri, en þeir seinni eru kl. 21 og eru fyrir alla 20 plús.
Meistarar dauðans hitar upp fyrir Skálmöld, en sveitin var stofnuð árið 2011. „Okkur finnst það æðislegt að vera að hita upp fyrir Skálmöld,“ segir Ásþór Loki Rúnarsson gítarleikari og söngvari. „Skálmöld er ein stærsta og þekktasta þungarokkssveit á landinu þannig að þetta er góður vettvangur fyrir okkur að auglýsa nýju plötuna, Lög þyngdaraflsins.“
Meistarar dauðans safna nú fyrir plötunni á Karolina fund, sjá nánar hér.