„Ég les mikið af bókum og er alltaf að lesa nokkrar bækur á hverjum tíma. Flestar glugga ég í við og við og tekur það því góðan tíma að klára þær. Bókin sem ég er að lesa núna heitir Ekki gleyma mér eftir Kristínu Jóhannsdóttur og fjallar um tíma hennar í Austur-Þýskalandi. Svo les ég við og við bókina Fagur fiskur í sjó eftir Ágúst Einarsson prófessor sem er stórmerkileg og fræðandi bók um sjávarútveginn og þróun hans. Síðan les ég líka við og við kafla í sænskri bók, Största brottet, sem fjallar um fórnarlömb Nasista og Quislinga í Noregi í seinni heimstyrjöldinni. Ég les alltaf sænskar og enskar bækur og ég er líka að glugga í kafla og kafla í bókinni Inequalities of Health: The Black Report eftir Peter Townsend sem er grundvallarrit um mælingu á ójöfnuði í samfélagi. Síðan var ég að kaupa Stormfugla eftir Einar Kárason og hlakka til lestursins því Einar er einn af mínum uppáhaldsrithöfundum.“