Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson er ein tíu mynda á stuttlista LUX verðlaunanna sem Evrópuþingið veitir.
Myndirnar tíu voru kynntar á Karlovy Vary hátíðinni og þær eru:
Border – Ali Abbasi (Svíþjóð/Danmörk)
Girl – Lukas Dhont (Belgía/Holland)
Mug – Malgorzata Szumowska (Pólland)
The Other Side of everything – Mila Turajlic (Serbía/Frakkland/Qatar)
U-July 22 – Erik Poppe (Noregur)
Donbass – Sergei Loznitsa (Þýskaland/Úkraína/Frakkland/Holland/Rúmenía)
Happy as Lazzaro – Alice Rohrwacher (Ítalía/Sviss/Frakkland/Þýskaland)
Styx – Wolfgang Fischer (Þýskaland/Austurríki)
The Silence of Others – Almudena Carracedo, Robert Bahar (Spánn/Bandaríkin)
Kona fer í stríð – Benedikt Erlingsson (Ísland/Frakkland/Úkraína)
Á næstu vikum mun myndunum fækka þar til þrjár munu standa eftir í lok júlí og sigurvegari mun síðan verða tilkynntur þann 14. Nóvember næstkomandi í Strassborg.
Myndirnar Hrútar og Hjartasteinn hafa verið á stuttlistanum áður.