Bíó Paradís, ásamt fjölda annarra bíóhúsa víðsvegar um heim, sýnir frá tónleikum MUSE – WORLD DRONES TOUR samtímis þann 12. júlí næstkomandi.
Hin heimsþekkta hljómsveit Muse túraði frá 2015-16 og bar tónleikaröðin nafnið ‘Drones World Tour’. Muse spilaði á yfir 130 stöðum víðsvegar um heiminn og var engu til sparað í sviðsumgjörð tónleikanna. Var sviðinu komið fyrir í miðju áhorfendahópsins, þannig skapaðist 360 gráðu hljóma/sjónarspil fyrir áhorfendur. Drónatæknin var nýtt til hins ítrasta í þeim efnum en fljúgandi drónar voru alltumlykjandi sviðið og hljómsveitarmeðlimi sem ásamt LED og laserlýsingu sem skapaði bandinu magnaða umgjörð.
Hljómsveitin flutti öll sín vinsælustu lög á túrnum sem hljóma í myndinni, þar á meðal Psycho, Madness, Uprising, Plug in Baby, Supermassive Black Hole og Knights of Cydonia. Myndin fangar bestu augnablik heimstúrs Muse. The New York Times lýsti Muse tónleikaupplifuninni sem ,,endalausri uppbyggingu spennu sem nær hápunktinum aftur og aftur.”
Muse valda aðdáendum sínum ekki vonbrigðum í þessari stórkostlegu tónleikamynd frekar en á sviði en bandið er margverðlaunað fyrir lifandi flutning. Muse: Drone World Tour er mögnuð tónleikakvikmynd þar sem hljóð og mynd skapa stórkostlega upplifun sem er best notið á stóra tjaldinu.
Viðburður á Facebook.
Miðasala á Tix.is.
Fylgjast má með MUSE á Facebook, Twitter og Instagram.