Sumarið á Íslandi er hálfnað eða nei bíddu, byrjaði það einhverntíma í reynd?
Það rignir og rignir og rignir…..en stundum þarf bara að taka hlutunum og veðrinu með ákveðnum húmór að vopni. Það gerði Magnús Þór Sveinsson einmitt í gær þegar hann deildi mynd af Sumarsmellum ársins 2018, sem vakti auðvitað mikla gleði meðal vina hans á Facebook.
DV ákvað að gera betur og erum við búin að útbúa (með leyfi Magnúsar og mynd hans) playlistann á Spotify, svo hann sé aðgengilegur til spilunar í sumar. Krossum þó putta að bráðum komi betri tíð og útbúa megi nýjan playlista með sólarlögum.
Ertu með lag sem vantar á playlistann, sem fellur undir veðurfarslegt þema hans? Skrifaðu nafn lagsins hér fyrir neðan og við bætum því við.
Við veljum einn heppinn á föstudag, sem fær glaðning frá DV.