Omotrack bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir hafa gefið frá sér nýtt lag með tónlistarmyndbandi.
Lagið heitir „Way Home“ og er annað lagið sem kemur út af væntanlegri plötu. Platan mun bera nafnið „Wild Contrast“ og er önnur plata hljómsveitarinnar. Það glitti í eþíópíska menningu og tóna á fyrri plötu þeirra „Mono & Bright” en sú seinni mun ekki einungis tengjast Eþíópíu, þar sem þeir ólust upp, heldur einnig hversdagsleika hér heima á Íslandi.
Tónlistarmyndbandið er framleitt af Arnari Frey Wade Tómassyni og sýnir fegurð Íslands og fjallar um ferðalag heim. En hvað er heim? Nú þegar bræðurnir búa á Íslandi hugsa þeir mikið heim til Eþíópíu, þá helst til þorpsins Omo Rate þaðan sem nafn hljómsveitarinnar er dregið, en þegar þeir bjuggu í Eþíópíu var það einmitt öfugt, hugur þeirra reikaði heim til Íslands. Heiti plötunnar „Wild Contrast“ er skírskotun í andstæður þessara heimalanda þeirra, dregur fram muninn á menningu, umhverfi og tilfinningum.
Lagið Way Home er einnig aðgengilegt á Spotify, ásamt öðrum lögum eftir Omotrack.
Fleira upplýsingar um bandið má finna á omotrack.com
Fleiri upplýsingar um Omotrack má fá á heimasíðu þeirra, Facebooksíðu og Instagram.
Hægt er að hlusta á lög Omotrack, á Spotify og YouTube.