fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025

Sólveig Pálsdóttir: „Saga þernunnar hafði gríðarlega mikil áhrif á mig“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 1. júlí 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Sólveig Pálsdóttir gaf fyrir síðustu jól út sína fjórðu bók, Refurinn, sem kom nýlega í verslanir í kiljuformi. Refurinn hefur verið vinsæll hjá lesendum, enda ekki bara hörkuspennandi, heldur tekur efnið einnig á mikilvægum málum í samfélagi okkar. Sólveig er leikari og hefur komið fram á sviði, í sjónvarpi og útvarpi. Hún hóf að skrifa bækur fyrir sjö árum og fyrsta bók hennar, Leikarinn, kom út árið 2012.

 En hvaða bækur eru í uppáhaldi hjá Sólveigu?

Hvaða barnabók er í eftirlæti?
„Ég hef sérstakt dálæti á Dúa bíll eftir Barbro Lindgren og Eva Eriksson sem er skotheld spennubók fyrir eins til þriggja ára börn. En svona almennt séð held ég mest upp á barnabækur sem eru lausar við predikun en innihalda þeim mun meira af ævintýrum, húmor og spennu. Mér koma í hug bækur eftir Ole Lund Kirkegaard sem skrifaði til dæmis Gúmmí Tarsan og Fúsa froskagleypi og dásamlegu bækurnar þeirra Astridar Lindgren og Guðrúnar Helgadóttur. Harry Potter-bækurnar eru líka snilld!“

Hvaða bók er uppáhalds?
„Sem barn tók ég algjöru ástfóstri við Ljóðmæli Páls Ólafssonar og kunni bókina spjaldanna á milli sem mér þykir í meira lagi undarlegt núna. Á unglingsárum hélt ég mikið upp á bækur Isaac Bashevis Singer og drakk í mig frásagnir hans af samfélagi pólskra gyðinga og hreifst sömuleiðis mjög af Manntafli eftir Stefan Zweig. Með árunum varð bókmenntaáhuginn enn fjölbreyttari og þegar ég les bók sem grípur mig verður hún uppáhalds um stund eða þar til að ég finn þá næstu sem rígheldur mér.“

Hvaða bók myndirðu mæla með fyrir aðra?
„Ég mæli almennt með öllum lestri en þær bækur sem koma fyrst upp í hugann núna eru Ekki gleyma mér. Grípandi minningarsaga Kristínar Jóhannsdóttur sem stundaði nám í Austur-Þýskalandi skömmu áður en múrinn féll, ákaflega áhugaverð og mikilvæg frásögn af lífi ungs fólks á umbrotatímum. Ég myndi líka benda á Tvísögu eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur sem segir flókna sögu fjölskyldu sinnar á hlýjan og einlægan hátt. Þessa dagana er ég heilluð af þessari tegund bóka og má til með að bæta bókum Mikaels Torfasonar, Týnd í Paradís og Syndafallið sem og bókunum hans Jóns Gnarr, Indjáninn og Sjóræninginn á þennan lista. Það má margt læra af þessum sjálfsævisögulegu verkum.“

Hvaða bók hefurðu lesið oftast?
„Að undanskildum bókum sem ég kenndi á meðan ég var kennari þá hlýtur svarið að vera annaðhvort Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness eða Þjóðsögur Jóns Árnasonar.“

Hvaða bók breytti lífi þínu og hvernig?
„Mín fyrsta bók, Leikarinn, sem kom út vorið 2012 breytti lífi mínu því að velgengni hennar varð til þess að ég ákvað að halda áfram að skrifa. Núna, sex árum síðar, eru bækurnar orðnar fjórar. En þess utan þá nefni ég Sögu þernunnar eftir Margaret Atwood. Ég var nýorðin móðir í annað sinn þegar ég las hana og bókin hafði gríðarlega mikil áhrif á mig. Því miður minnir margt sem er að gerast í heiminum í dag á bókstafstrúarríkið Gíleað sem Atwood skapaði svo eftirminnilega í áðurnefndri bók.“

Hvaða bók bíður þín næst til lestrar?
„Ég er rétt hálfnuð með margverðlaunaða bók sem heitir Það sem að baki býr og er eftir danskan höfund, Merete Pryds Helle. Þetta er ættarsaga með heilmiklu persónugalleríi fólks sem býr við bæði andlegan og veraldlegan skort. Sagan heldur mér ennþá en það er eitthvað við frásagnarháttinn sem truflar mig því mér virðist ekki unnið nægilega vel úr þeim efnivið sem er fyrir hendi en hver veit nema allt falli saman í lokin og verkið öðlist þá meiri dýpt. Vonandi. Þegar þessu ættarsöguæði mínu linnir bíða mín nokkrar freistandi glæpasögur sem ég hlakka til að lesa.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Æsispennandi erkifjendaslag lauk með jafntefli á Anfield

Æsispennandi erkifjendaslag lauk með jafntefli á Anfield
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sérstaklega hættuleg líkamsárás við Atlantsolíu í Reykjanesbæ

Sérstaklega hættuleg líkamsárás við Atlantsolíu í Reykjanesbæ
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Þrjár vítaspyrnur dæmdar í fyrri leiknum

England: Þrjár vítaspyrnur dæmdar í fyrri leiknum
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gestur skrifar til mannsins sem sparkaði í hundinn hans – „Þessi framkoma er ekki fólki sæmandi“

Gestur skrifar til mannsins sem sparkaði í hundinn hans – „Þessi framkoma er ekki fólki sæmandi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær