Þjóðlagakvintettinn „Krummi og hinir Alpafuglarnir“ heldur þrenna tónleika á Íslandi á næstunni þar sem flutt verður íslensk þjóðlagatónlist af kímni og frásagnargleði, í nýjum og hressilegum útfærslum í bland við tónheim Austurísku Alpanna.
Tónleikarnir verða haldnir sem hér segir:
Listasafn Árnesinga í Hveragerði miðvikudaginn 4. júlí kl 20:00
Hannesarholt fimmtudaginn 5. júlí kl 20:00 (miðar fást á tix.is)
Frystiklefinn á Rifi, Snæfellsnesi föstudaginn 6. júlí kl 21:00
Það er íslenska söngkonan Ellen Freydís Martin sem leiðir hóp framúrskarandi tónlistarmanna, en hún útskrifaðist úr Söngskóla Reykjavíkur og hefur starfað í Austurríki síðastliðinn aldarfjórðung sem söngkona, kórstjóri og kennari.
Hljómsveitina skipa:
Ellen Freydís Martin – Söngur
Roman Pechmann – Harmónikka
Peter Andritsch – Lágfiðla
Isabelle Eberhard – Selló
Nora Schnabl – Andritsch Trommur, Söngur, Kalimba
Allar frekari upplýsingar, myndir og upptökur má finna á vefsíðunni www.krummi.at