fbpx
Föstudagur 13.desember 2024

Dúó Stemma: Sumartónleikar Akureyrarkirkju hefjast með fjölskyldutónleikum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. júní 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu tónleikar Sumartónleika í Akureyrarkirkju 2018 fara fram sunnudaginn 1. júlí kl. 17. Tónleikaröðin hefur sitt 32. starfsár með tónleikum fyrir alla fjölskylduna
þar sem Dúó Stemma kemur fram.
Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari og munu þau fagna sumrinu með íslenskum þjóðvísum, þulum,
ljóðum og hljóðum tengdum sumrinu með dagskrá undir yfirskriftinni Ó blessuð vertu sumarsól. Einnig munu þau flytja skemmtilega hljóðsögu með hljóðfærunum
sínum. Leikið verður á ýmis hefbundin hljóðfæri, svo sem víólu og marimbu en líka óhefðbundin svo sem hrossakjálka, íslenska steina og barnaleikföng.
Herdís Anna Jónsdóttir lauk prófum frá Tónlistarskóla Akureyrar 1983, Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 og Hochschule fur Musik und Darstellende Kunst
Stuttgart 1992. Hún er fastráðinn víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Steef van Oosterhout lauk einleikaraprófi frá Sweelinck Conservatorium Amsterdam
1987. Hann starfaði í Hollandi með ýmsum kammerhljómsveitum meðal annars Nederlands blazersensemble og lék með sinfóníuhljómsveitum þar á meðal
Consertgebouwhljómsveitinni í Amsterdam. Síðan 1991 hefur Steef verið fastráðinn sem leiðari í slagverksdeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Tónleikaröðin er styrkt af Norðurorku, KEA, Akureyrarstofu og Sóknarnefnd Akureyrarkirkju og eru partur af Listasumri á Akureyri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“