fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Sjónarspil: Nýtt íslenskt borðspil vekur athygli

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 22. júní 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Bergur Hallgrímsson og Tinna Finnbogadóttir hafa síðasta árið eða svo nýtt kvöldin til að þróa nýtt íslenskt spil sem byggir á þeirra eigin hugmynd. 

Spilið heitir Sjónarspil og er 4-8 manna fjölskyldu- og partíspil sem gengur út á að leggja út spil með lýsingarorðum sem lýsa meðspilurunum best.  Það þarf að vanda valið, allir spilarar eru með sömu spil og hvert spil má bara nota einu sinni. Hver í hópnum er nördinn og hver er hjálpsamur? Það er ekkert eitt rétt svar því leikmenn fá stig fyrir það hversu margir eru sammála. Þú getur fylgt eigin sannfæringu og valið orð sem þér finnst lýsa meðspilurunum best eða sýnt kænsku og valið orð sem þú telur að flestir muni velja.

„Okkur langaði að búa til spil sem fengi fólk til að tala og hlæja saman og allar prufukeyrslur hafa sýnt að það hafi tekist,“ segir Tinna.

„Það hafa komið upp allksyns tilvik þar sem það hefur komið fólki sjálfu eða þeim sem standa þeim næst mjög á óvart hvernig vinir eða fjölskylda sjá það. Því fylgja oft sögur til að draga fram „rétta mynd“ af viðkomandi sem er yfirleitt ótrúlega skondið. Við sjáum að þetta spil slær í gegn í öllum vinahópum sem hafa fengið að prófa það.“

Fjármögnun spilsins á KarolinaFund hófst síðastliðinn fimmtudag og náði 20% af markmiði sínu á einum sólahring. Viðtökurnar hafa því ekki látið á sér standa og greinilegt að Íslendingar eru spenntir fyrir þessu nýja spili.

Lesendur geta stutt við verkefnið og tryggt sér eintak á KarolinaFund.com en markmiðið er að spilið lendi á klakanum í lok sumars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur orkudrykk?

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur orkudrykk?
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester City og Liverpool – Enginn Haaland

Byrjunarlið Manchester City og Liverpool – Enginn Haaland
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Umdeildu Facebook tvíburarnir minna á sig: Taka að sér mjög óvænt verkefni – Kostar þá yfir 600 milljónir

Umdeildu Facebook tvíburarnir minna á sig: Taka að sér mjög óvænt verkefni – Kostar þá yfir 600 milljónir
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Birtu færslu á X sem kom stjóranum á óvart – ,,Ég er í vandræðum með að skilja hvað það er“

Birtu færslu á X sem kom stjóranum á óvart – ,,Ég er í vandræðum með að skilja hvað það er“