fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Will Ferrell fer með aðalhlutverkið í Eurovision-kvikmynd

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 18. júní 2018 21:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Will Ferrell á Eurovision-keppninni í ár.

Grínarinn og framleiðandinn Will Ferrell stendur í fullum undirbúningi þessa dagana að kvikmyndinni Eurovision, en sú mynd – líkt og nafnið gefur til kynna – fjallar um söngvakeppnina stórvinsælu og herlegheitin í kringum hana. Það eru risarnir hjá Netflix sem munu sjá um að framleiða myndina og verður þetta fyrsta samstarfsverkefni grínarans við streymiveituna.

Ferrell mun skrifa myndina ásamt Andrew Steele en þeir kumpánar hafa reglulega unnið saman síðan á dögum Ferrells hjá grínþættinum Saturday Night Live. Skrifuðu þeir einnig saman kvikmyndina Casa de mi Padre.

Ekki eru komnar neinar upplýsingar um söguþráð myndarinnar, en Ferrell er alls ekki söngvakeppninni ókunnugur og sást meðal annars í opnunarhófinu í Lissabon í ár, auk baksviðs og á ýmsum æfingum, sem hluti af sænsku sendinefndinni.

Reiknað er með útgáfu á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“