fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Jói G. leikur í sænskum spennuþáttum: Rig 45 – Agatha mætir Alien

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. júní 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir viku var spennuþáttaröðin Rig 45 frumsýnd á Viaplay í Svíþjóð. Leikarinn Jóhann G. Jóhannsson fer með hlutverk í þáttunum og var í nokkra mánuði í Dublin við tökur í fyrra.

Þættirnir gerast á olíuborpalli í Norðursjó þar sem slys verður tveimur dögum fyrir jól. Olíufyrirtækið sendir Andreu, sem leikin er af Catherine Walker (Versailles, Critical) til að kanna atvikið, áhöfnin um borð er ósamvinnufús og þegar hvirfilbylur skellur á og þau verða sambandslaus við umheiminn komast þau að því að morðingi er um borð.

Í öðrum hlutverkum eru meðal annars Gary Lewis (Outlander, Gangs of New York), Lisa Henni (Easy Money, Fallet) og Søren Malling (A Hijacking, A Royal Affair). Þættirnir eru sex talsins og fyrstu dómar lofa góðu, en horfa má á þættina á Viaplay. „Var hluti af dásamlegum hópi. Í frábærum leikaraskara með flottan leikstjóra og solid handrit. Fólk fer að deyja en hver er morðinginn. Agatha Christie mætir Alien,“ segir Jói um þættina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ronan Keating brjálaður: „Þú mátt drepa mann og ganga frjáls“

Ronan Keating brjálaður: „Þú mátt drepa mann og ganga frjáls“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“