fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025

Lilja Sigurðardóttir: „Það er sérstök ánægja sem fylgir því að lesa glæpasögur“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. júní 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og leikskáldið Lilja Sigurðardóttir fékk Grímuverðlaunin árið 2014 fyrir leikrit ársins, Stóru börnin. Árið 2009 sendi hún frá sér fyrstu bók sína, Spor, sem fékk góðar viðtökur hér heima. Þríleikur hennar um Sonju, einstæða móður sem stundar eiturlyfjasmygl, hlaut góðar viðtökur hér heima og vakti áhuga erlendra útgefenda. Í ár er fyrsta bók þríleiksins, Gildran, tilnefnd til virtustu glæpasagnaverðlauna heims, Gullna rýtingsins. Og í gær, fimmtudaginn 14. júní, fékk Lilja Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin fyrir Búrið, lokabókina í þríleiknum.

En hvaða bækur ætli séu í uppáhaldi hjá Lilju?

Hvaða barnabók er í eftirlæti?
„Það er svo svaðalega erfitt að velja á milli barnabóka þar sem það er svo margar góðar sögur greyptar í barnsminnið. Ég var sjúk í bækur Enid Blyton, sem mamma átti í kassavís, og þó að þær væru þegar orðnar mjög gamaldags þegar ég las þær þá fannst mér heillandi að lesa um börn sem leystu ráðgátur og komu upp um illmenni. Trúlega kemur dálæti mitt á glæpasögum þaðan. En ef ég ætti að velja eina uppáhaldsbarnabók þá verður það að vera eitthvað eftir Guðrúnu Helgadóttur. Skjótum bara á Jón Odd og Jón Bjarna. Þar er allt sem prýðir góða sögu, drama, húmor og spenna.“

 Hvaða bók er uppáhalds?
„Það er auðvitað bók bókanna: Snorra Edda. Það er bók sem sem ég leita aftur og aftur í, sérstaklega Gylfaginninguna. Ég hef verið heilluð af norrænni goðafræði frá unga aldri og það er einhvern veginn orðinn hluti af mér eins og svo mörgum Íslendingum. Sögurnar af gömlu goðunum okkar eru stór hluti af íslenskri menningu og tungumálinu fyrir utan hvað þær eru skemmtilegar, dramatískar og fyndnar.“

Hvaða bók mundirðu mæla með fyrir aðra?
„Ég myndi mæla með glæpasögum fyrir þá sem ekki hafa prófað þær. Það er mjög algengt að ég hitti fólk sem segist ekki lesa glæpasögur og oft er sú ákvörðun tekin á grunni einhvers konar misskilnings. Glæpasagan á svo marga undirflokka og gerðir að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Til dæmis má nefna ráðgátusögur, kósí-glæpó, hasarbækur, spennusögur og svo má lengi telja. Norræna glæpasagan er fræg fyrir að spegla ýmis samfélagsleg mál svo að hún getur gefið mikilvæga sýn en síðan er það bara alveg sérstök ánægja sem fylgir því að lesa glæpasögur, sem er öðruvísi en ánægja sem fylgir annars konar lestri.“

 Hvaða bók hefurðu lesið oftast?
„Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness er trúlega sú bók sem ég hef lesið oftast. Ég las hana fyrst sem unglingur þegar ég bjó erlendis og ég fylltist ást á öllu íslensku við lesturinn. Samúðin með forfeðrunum og formæðrunum sem lifðu af í þessu landi við harðindin og svo sýnin á samfélagið okkar og íslensku þjóðarsálina. Ég sé alltaf eitthvað nýtt þegar ég les þetta magnaða verk.“

 Hvaða bók breytti lífi þínu og hvernig?
„Ég verð að segja að sú bók sem hefur raunverulega breytt lífi mínu er Gildran eftir sjálfa mig! Velgengnin sem hún hefur notið á erlendri grundu hefur gert það að verkum að ég hef svo til búið í ferðatösku undanfarið árið á kynningarferðalögum með bókina. Íslenskar glæpasögur njóta mikilla vinsælda víða um heim og þar hafa Yrsa og Arnaldur aldeilis rutt brautina fyrir okkur hin. Nú er svo komið að við Íslendingar eigum þónokkra höfunda sem eru vel á pari við það besta sem gerist í útlöndum og það er hreint ævintýri að taka þátt í þessari útrás.“

 Hvaða bók bíður þín næst til lestrar
„Ég er að byrja á mjög vel skrifaðri bók eftir írskan glæpasöguhöfund, Catherine Ryan Howard, sem heitir Distress Signals. Þetta er fyrsta bók höfundarins og er aldeilis mögnuð bók.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Salah og stjarna Real Madrid á óskalistanum

Salah og stjarna Real Madrid á óskalistanum
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Stórum sprengjum varpað um hertogahjónin í óvæntri afhjúpun Vanity Fair – Kölluð illmennin í hverfinu af nágrönnum sínum

Stórum sprengjum varpað um hertogahjónin í óvæntri afhjúpun Vanity Fair – Kölluð illmennin í hverfinu af nágrönnum sínum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert í höfn varðandi Garnacho – Chelsea fylgist enn með gangi mála

Ekkert í höfn varðandi Garnacho – Chelsea fylgist enn með gangi mála
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sölvi nýr þjálfari Víkings

Sölvi nýr þjálfari Víkings