Nýtt listaverk, heimskort, Söguhrings kvenna var afhjúpað með pompi og prakt síðastliðinn sunnudag á Listahátíð í Reykjavík.
Konurnar kynntu sig og fjölluðu um táknin sem þær hafa verið að nota og að lokum var gestum og gangandi boðið að prófa punktamálunina. Fallegt listaverk og vel heppnuð sýning.
Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N. á Íslandi. Söguhringurinn er vettvangur fyrir konur til að skiptast á sögum, segja frá reynslu sinni og menningarheimi og vera hluti af skapandi umhverfi. Félagsskapurinn er opinn öllum konum sem langar að hitta aðrar konur, deila hugmyndum og ekki síst njóta samvista í afslöppuðu andrúmslofti. Söguhringurinn er kjörinn staður til tungumálaæfinga fyrir þær sem vilja ná betri tökum á íslensku. Allar konur velkomnar.
Hægt er að fylgjast með á Facebook, þar sem er bæði hópur og likesíða.
Markmið með söguhringnum er að:
Annað sem söguhringurinn býður upp á er að:
Myndirnar eru af Facebooksíðu Borgarbókasafnsins og skoða má fleiri myndir hér.