Leikstjórinn James Gunn, sem þekktastur er fyrir Guardians of the Galaxy-myndirnar er mikill smekksmaður þegar kemur að músík, eins og heyrst hefur í verkum hans.
Kappinn var staddur í Los Angeles í erindum fyrir verslunina Amoeba, sem sögð er vera stærsta sjálfstæða plötubúð heimsins, og kom fram í innslagi á YouTube-síðu búðarinnar sem kallast „What’s in my Bag?“
Þar lætur hann það eftir sér hvað hann er gríðarlega mikill aðdáandi breiðskífunnar Vespertine (2001) frá Björk Guðmundsdóttur, en þeirri plötu fylgja einmitt sláandi meðmæli.
Innslagið var tekið upp árið 2012, áður en Gunn varð jafn frægur og hann er í dag, en leikstjórinn fræðir okkur þar um ást sína á svokölluðu „post-rokki“ og vissulega þá Björk-plötu sem Gunn segir að sé „besta plata í heiminum til þess að ríða við“.
Meðmælin má sjá að neðan.