fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fókus

Skjárýnirinn: „Kvikmyndagerð er eitt stórbrotnasta söguform sem til er“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. júní 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri Bíó Paradísar, lítur á það sem forréttindi að vinna við það sem hún elskar, hún fer reglulega á alþjóðlegar kvikmyndahátíðir og er formaður fullorðins aðdáendaklúbbs SKAM.

Ég vinn við það að horfa á kvikmyndir sem dagskrárstjóri fyrir menningarhúsið Bíó Paradís og hef óbilandi áhuga á þeirri list að segja sögu í kvikmyndaformi. Ég fer reglulega á alþjóðlegar kvikmyndahátíðir og reyni að horfa á íslenskar kvikmyndir líka, nýtt efni sem kemur út á ári hverju. Ég lít á þetta sem alger forréttindi þar sem ég er í raun að vinna við það sem ég elska. Kvikmyndagerð er eitt stórbrotnasta söguform sem til er, þar sem svo margar listgreinar koma að og svo framvegis.

En bara svona til að nefna „guilty pleasure“-efni sem ég horfi á þá eru það til dæmis þættir eins og Biggest Loser Australia (það er frekar gamalt efni), Hoarders, þar sem fylgst er með fólki með mismunandi söfnunaráráttu, alls konar glæpaþættir sem fjalla um morð, mannshvörf og þá sérstaklega heimildamyndir um mál þar sem slóðin er köld en rannsókn er hafin á nýjan leik. Ég er til dæmis sérstaklega spennt fyrir framhaldi á heimildamyndaþáttunum á The Staircase sem eru væntanlegir á NETFLIX núna í byrjun júní. Það er alveg með ævintýralegum ólíkindum hvað raunveruleikinn er fáránlegri en skáldskapur. Ég var til dæmis ein af þeim sem stóðu með öndina í hálsinum þegar mál danska vísindamannsins og kafbátsmorðið kom upp, og bíð þess því spennt að einhver geri heimildamynd um það mál.

Annars, bara til að bæta því við, þá er ég formaður fullorðins aðdáendaklúbbs SKAM á Íslandi og stóð til dæmis fyrir því að sýna síðasta þáttinn í samstarfi við RÚV – áður en þátturinn kom á vef RÚV og hélt sturlað partí hér í Bíó Paradís, þar sem var aldurstakmark inn. En ég hef ekki enn horft á amerísku endurgerðina en þættirnir eru nú sýndir í endurgerð í ýmsum löndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?