fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025

Arnaldur Indriðason hlýtur verðlaun á glæpasagnaverðlaunahátíð

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. júní 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnaldur Indriðason rithöfundur hlýtur Kalíber verðlaunin, The Great Calibre Awards, í ár.

Verðlaunin eru veitt á stærstu glæpasagnaverðlaunahátíð í Evrópu, The International Mystery & Thriller Festival, sem haldin er ár hvert í Worclaw, Póllandi.

Hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2004 og er gríðarlega vel sótt af heimamönnum, bæði almennum lesendum og fjölmiðlafólki. Einn af aðalviðburðum hátíðarinnar ár hvert er verðlaunaafhending Kalíber verðlaunanna, The Great Calibre Award, þar sem einn pólskur höfundur er verðlaunaður ásamt einum erlendum höfundi.

Í ár er það Arnaldur Indriðason sem hneppti hnossið og tók við verðlaununum úr hendi Boris Akunin, hins virta rússneska glæpasagnahöfundar. Þessi heiðursverðlaun eru ekki afhent fyrir staka bók heldur fyrir verk höfundar í heild sinni og er ljóst að Arnaldur er gríðarlega vel að verðlaununum kominn.

Það er W.A.B. útgáfan sem gefur verk Arnalds Indriðasonar út í Póllandi, í gegnum réttindaskrifstofu Forlagsins. Pólverjar hafa heillast algjörlega af verkum Arnalds, en alls hafa yfir 100.000 eintök af bókum hans selst þar í landi.


Vefsíða hátíðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikmaður Arsenal gæti tekið óvænt skref

Leikmaður Arsenal gæti tekið óvænt skref
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Arnari Þór var slaufað: „Á heimleiðinni rann upp fyrir mér að enginn þingmaður XD hafði talað við mig allt kvöldið“

Arnari Þór var slaufað: „Á heimleiðinni rann upp fyrir mér að enginn þingmaður XD hafði talað við mig allt kvöldið“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Krefjast skýrslu um meðferð á svínum – Vilja vita hvernig gasklefar og halaklippingar samræmast lögum

Krefjast skýrslu um meðferð á svínum – Vilja vita hvernig gasklefar og halaklippingar samræmast lögum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Furða sig á ummælum Guðmundar í viðtölum í gær – „Þetta var athyglisvert“

Furða sig á ummælum Guðmundar í viðtölum í gær – „Þetta var athyglisvert“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hinn virti blaðamaður tjáir sig um kjaftasögurnar í kringum Trent

Hinn virti blaðamaður tjáir sig um kjaftasögurnar í kringum Trent
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungstirni KR í íslenska hópnum og missa af leiknum við Blika

Ungstirni KR í íslenska hópnum og missa af leiknum við Blika