fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025

Sjóarinn síkáti: Appelsínugulir koma sjá og sigra LANGBESTIR!

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. maí 2018 23:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarhátíð Grindavíkur, Sjóarinn síkáti, hefst á morgun og að vanda er mikið um dýrðir og heilmikið fjör í bænum. Íbúafjöldi bæjarins margfaldast og gestir og heimamenn geta allir fundið sér eitthvað við hæfi núna um helgina.

Undanfarna daga hafa bæjarbúar skreytt hús, götur og fleira í hverfislitum hverfanna fjögurra, appelsínugulum, bláum, grænum og rauðum. Góðlátlegt keppni ríkir milli hverfa og að vanda er valið best skreytta hverfið og húsið. En hverfin gera fleira til að keppa innbyrðis, sem dæmi má nefna lagakeppni þar sem hvert þeirra semur eigið lag og texta eða íslenskan texta við erlent lag og er mikill metnaður lagður í verkið.

Líkt og í fyrra gera Hönter myndir myndband fyrir appelsínugula hverfið. „Við ákváðum í ár að gera íslenskan texta við framlag Tékka í Eurovision í ár, Lio to Me, sem er mikið stuðlag,“ segir Hanna Sigurðardóttir sem á Hönter myndir ásamt Tereseu Birnu Björnsdóttur.

Hönter myndir taka að sér að semja texta, sketsa og myndbönd fyrir afmæli, brúðkaup, árshátíðir eða aðra viðburði. Um söng sjá Tómas Guðmundsson, Þorleifur Hjalti Alfreðsson og rapparinn Vikki króna, Viktor Örn Hjálmarsson.

Í myndbandinu kemur fram fjöldi íbúa í appelsínugula hverfinu, þar á meðal Ungfrú Ísland 1998, Guðbjörg Hermannsdóttir og bæjarstjóri Grindavíkur, Fannar Jónasson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þóttist ekki hafa keyrt bílinn og fékk mánaðarlangt fangelsi

Þóttist ekki hafa keyrt bílinn og fékk mánaðarlangt fangelsi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sjúkratryggingar harma mistök

Sjúkratryggingar harma mistök
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Innbrotsþjófar komust undan á flótta eftir átök við húsráðanda

Innbrotsþjófar komust undan á flótta eftir átök við húsráðanda
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin