Þjóðhátíðarlagið er fastur liður í stemningunni fyrir vinsælustu tónlistarhátíð landsins og bíða Þjóðhátíðargestir spenntir eftir því að geta sungið hástöfum með í Herjólfsdal – mikilvægast er að læra textann vel og taka undir – nú er það staðfest að þeir bræður Jón Jónsson og Friðrik Dór verða með lagið í ár sem frumflutt verður 8.júní næstkomandi.
En bræður ætla að gera annað og meira í ár því lögin verða víst tvö – annað er viljandi þakið klisjum og er alvöru Þjóðhátíðarlag samkvæmt bræðrum en hitt er í vinnslu með Stop Wait Go. Lögin sameinast í myndbandinu en í útvarpi og á Spotify verða þau tvö. Það verður svo sannarlega gaman að fylgjast með útkomunni!
Dagskráin á Þjóðhátíð í Eyjum er í vinnslu en búið er að tilkynna: Jóa Pé x Króla, Pál Óskar, Írafár, Herra Hnetusmjör og Emmsjé Gauta. Fleiri tilkynningar eru væntanlegar. Miðasala í Dalinn er hér.