fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Solo nær litlu flugi í aðsókn: Slakasta opnun Star Wars myndar frá upphafi

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 28. maí 2018 16:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævintýramyndin Solo: A Star Wars Story hirti toppsæti aðsóknarlistans af Deadpool 2, bæði Íslandi og í Bandaríkjunum en náði hvorki að væntingum spámanna né framleiðenda.

Myndin var frumsýnd víða um heim síðustu helgi og halaði inn 83 milljónir bandaríkjadollara vestanhafs en alls 148 milljónir á heimsvísu. Sérfræðingar segja tölurnar ágætar en markar þetta lægstu opnun myndabálksins frá upphafi.

Solo: A Star Wars Story segir söguna af yngri árum hetjunnar Han Solo, sem í áraraðir var leikinn af Harrison Ford. Að þessu sinni er það Alden Ehrenreich sem hefur tekið við keflinu og kynnist hetjan góðkunnum persónum á borð við Chewbacca, Lando Calrissian og fleirum.


Talið er að framleiðendur Disney og Lucasfilm hafi gert ráð fyrir rúmlega 100 milljón dollara opnun í heimalandinu einu. Myndinni gekk betur í Bandaríkjunum heldur en í Evrópu og Kína en á talsvert eftir í land til að mæta auglýsinga- og framleiðslukostnaði, sem nemur um rúmum 350 milljónum. Á Íslandi voru tæplega 7 þúsund manns sem sáu myndina fyrstu dagana.

Kvikmyndin Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson var einnig frumsýnd á miðvikudaginn og lenti í fjórða sæti íslenska aðsóknarlistans, á eftir Deadpool 2 og fjölskyldumyndinni Charming sem var einnig frumsýnd sömu helgi. Alls hafa nú um 2500 manns séð nýjustu kvikmynd Benedikts en hún var afhjúpuð hérlendis þann 22. maí og hefur hlotið frábærar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“