fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Megas byrjar stofutónleikaröð á Gljúfrasteini

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. maí 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stofutónleikaröð Gljúfrasteins hefst að nýju sunnudaginn 3. júní næstkomandi, en þá spilar sjálfur meistari Megas í fyrsta sinn í stofu skáldsins.

Gljúfrasteinn, heimili nóbelskáldsins Halldórs Laxness, var mikið tónlistarheimili en ýmsir heimsþekktir tónlistarmenn héldu þar tónleika auk þess sem Halldór sjálfur var prýðilegur píanóleikari og mikill tónlistarunnandi.

Stofutónleikar hafa verið haldnir á Gljúfrasteini frá því sumarið 2006 og eru þeir orðnir 158 talsins þar sem samtals 331 tónlistarmaður hefur komið fram.

Tónleikarnir fara fram hvern sunnudag frá byrjun júní til loka ágúst og hefjast kl. 16. Miðaverð er 2500 krónur og er það greitt í móttöku safnsins.

Valdís Þorkelsdóttir, tónlistarkona og starfskona á Gljúfrasteini sá um að setja saman fjölbreytta dagskrá fyrir sumarið í ár sem samanstendur af 13 tónleikum með helstu kanónum í íslensku tónlistarlífi.

Dagskrá stofutónleikaraðarinnar 2018:

JÚNÍ

3. júní  Megas og Kristinn H. Árnason gítarleikari leiða saman hesta sína á Sjómannadaginn.
10. júní Teitur Magnússon & Æðisgengið bjóða upp á laufléttan og hressandi bræðing sumarslagara og þjóðlegra notalegheita.
17. júní Ari Bragi Kárason trompet og Eyþór Gunnarsson píanó láta laglínu og spuna leiðast í harmóníu út í óvissuna á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga.
24. júní Umbra Ensemble flytur nýja og forna tónlist í eigin útsetningum.

JÚLÍ

1. júlí Stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó flytja íslensk og erlend sönglög.
8. júlí Ragnhildur Gísladóttir og Björgvin Gíslason koma fram með söng og leik á snittubassa og sítar.
15. júlí Þær Bjartey og Gígja í hljómsveitinni Ylju leika sín uppáhalds íslensku þjóðlög í nýjum útsetningum.
22. júlí Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur flytur lög við ljóð Halldórs Laxness.
29. júlí Diddú heiðrar minningu Auðar Laxness, húsfreyjunnar á Gljúfrasteini  í tilefni af 100 ára afmæli hennar. Undirleikur verður í höndum Helgu Bryndísar Magnúsdóttur.

ÁGÚST

5. ágúst  Vísur og skvísur flytja íslensk og skandinavísk vísnalög þar sem texti og tilfinning mætir hljómþýðum laglínum.
12. ágúst Strákarnir í Pollapönki verða með fjöruga barnaskemmtun.
19. ágúst Bryndís Halla leikur sellósvítur J.S.Bach.
26. ágúst Bjarni Frímann Bjarnason blaðar í nótnasafni Halldórs Laxness og flytur úrval verka á flygil skáldsins.

Fylgjast má með öllum viðburðum á Facebooksíðu Gljúfrasteins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Jákvæðar fréttir fyrir Arteta – Odegaard sást á æfingu í dag

Jákvæðar fréttir fyrir Arteta – Odegaard sást á æfingu í dag
Eyjan
Fyrir 1 klukkutíma

Flestir vilja Sigmund Davíð sem forsætisráðherra

Flestir vilja Sigmund Davíð sem forsætisráðherra
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Alonso vildi ekki fara djúpt ofan í það af hverju hann hafnaði Liverpool í sumar

Alonso vildi ekki fara djúpt ofan í það af hverju hann hafnaði Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ten Hag vildi ekki sjá það að kaupa hann í sumar – Mætti svo of feitur til æfinga

Ten Hag vildi ekki sjá það að kaupa hann í sumar – Mætti svo of feitur til æfinga
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Malbik sem inniheldur lífbindiefni jafngott og venjulegt malbik

Malbik sem inniheldur lífbindiefni jafngott og venjulegt malbik
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Ný negla frá Sveindísi Jane

Ný negla frá Sveindísi Jane
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Eiginkonan sagðist vera búin að fyrirgefa honum – Svo var ekki og leynileg hefnd hennar tók mánuði

Eiginkonan sagðist vera búin að fyrirgefa honum – Svo var ekki og leynileg hefnd hennar tók mánuði
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Netverjar ekki lengi að finna konuna sem lét þessi ógeðslegu ummæli falla í beinni

Netverjar ekki lengi að finna konuna sem lét þessi ógeðslegu ummæli falla í beinni