fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fókus

Skjárýnirinn: „Ég er mikill sci-fi aðdáandi enda 10 ára gutti þegar Star Wars var frumsýnd“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 25. maí 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Breiðfjörð lifði og hrærðist í bíóbransanum í 19 ár og er meðal fróðustu manna um kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Hann er mikill sci-fi aðdáandi, en hefur litla þolinmæði fyrir raunveruleikaþáttum.

„Það er fátt skemmtilegra en að horfa á góða bíómynd eða góða sjónvarpsseríu, sérstaklega fyrir mig eftir að hafa verið 19 farsæl ár í bransanum. En „gott“ efni er oft vandfundið þrátt fyrir að framboð hafi aldrei verið meira. Það má eiginlega segja að ég sé mikill sci-fi aðdáandi enda 10 ára gutti þegar Star Wars var frumsýnd í Nýja Bíói árið 1978 og eftir það varð ekki aftur snúið. Einnig er ég spenntur fyrir myndum og þáttum um yfirnáttúruleg efni (supernatural) og oft tengjast þessar greinar.

Of langt mál yrði að telja upp uppáhaldsþættina svo ég ætla frekar að einblína á það sem ég er að horfa á þessa stundina þó að ég bíði spenntur eftir lokaþætti Game of Thrones sem eru í miklu uppáhaldi.

Sá þáttur sem ég hlakka mest til núna er nýr þáttur í hverri viku af Westworld og ég tók mig til og horfði á alla fyrstu seríuna áður en sería 2 byrjaði, svona til að rifja upp það helsta og skilja betur djúpar pælingar þáttanna.

Athyglisverðir þætti á borð við Grimm, Gotham, S.H.I.E.L.D. og Taboo vekja alltaf áhuga en ég hef minna gaman af gamanþáttum þó ég skemmti mér yfirleitt vel yfir The Big Bang Theory, kannski út af því að þeir hafa nóg af sci-fi tilvitnunum.

Eins hef ég litla þolinmæði fyrir „raunveruleikaþáttum“ en verð þó að viðurkenna að sviksemi í þágu græðgi í Survivor og fáránleikinn í The Bachelor er alltaf gott sjónvarp.

Ég hef gaman af njósna-og spennuþáttum eins og Blacklist og Homeland. True Detective fannst mér geggjaðir þættir enda frábærlega skrifaðir. Njósnir í Berlín (Berlin Station) sem var að byrja lofar góðu.

Nokkrar seríur á Netflix finnst mér mjög góðar eins og Mindhunters, The Stranger Things og Designated Survivor. National Geographic býður upp á tvær seríur sem ég hef gaman af: Air Crash Investigation og leikna heimildarmyndaröð um Picasso.

Auðvitað gleymir maður helling en að lokum, þar sem kosningar eru á morgun, og við erum öll rammpólitísk þá hef ég rosalega gaman af Real Time with Bill Maher og Last Week Tonight with John Oliver.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af