fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Stefán Hilmarsson bæjarlistamaður Kópavogs 2018

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 24. maí 2018 23:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Hilmarsson tónlistarmaður var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs 2018 við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni í dag.

Stefán er fæddur 1966 og hefur starfað við tónlist meira eða minna frá tvítugsaldri. Hann skipaði sér fljótlega á bekk með þekktustu söngvurum þjóðarinnar og hefur hin auðþekkjanlega rödd Stefáns ómað reglulega úr viðtækjum landsmanna allar götur síðan. Hann hefur frá fyrstu tíð einnig látið til sín taka sem tón- og textahöfundur og liggja eftir Stefán á fjórða hundrað útgefin verk, en auk þess að semja fyrir sig og sína hefur hann samið töluvert fyrir aðra þjóðþekkta flytjendur. Á þessu ári fagnar hljómsveit Stefáns, Sálin hans Jóns míns, 30 ára starfsafmæli, en sú sveit hefur hljóðritað á annan tug hljómplatna. Þá hefur Stefán sent frá sér sjö plötur undir eigin nafni, auk platna með ýmsum öðrum. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar í gegnum árin, m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin, jafnt sem söngvari og höfundur. Stefán hefur sinnt félagsstörfum nokkuð, sat m.a. um skeið í stjórn Félags tónskálda og textahöfunda og hefur undanfarin ár setið í stjórn Kvennaskólans.


Karen Elísabet Halldórsdóttir, formaður lista og menningarráðs, Stefán Hilmarsson og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.

Við útnefninguna lýsti Stefán yfir þakklæti og sagði þetta tækifæri til að láta gott af sér leiða í bæjarfélaginu, en hann hefur verið Kópavogsbúi í ríflega 20 ár. „Í fyrsta lagi vil ég gjarna bjóða eldri borgurum til ókeypis tónleika í Salnum og mun það gert í minningu Láru ömmu minnar, sem lést í hárri elli s.l. haust. Ég veit að þessi hópur er svolítið út undan og of lítið sinnt þegar kemur að menningarmálum. En ég vil einnig horfa til æskunnar og langar í samvinnu við Tónlistarskóla Kópavogs að bjóða efnilegum nemum að taka þátt í tónleikum sem hugmyndin er að setja upp í sambandi við Barnamenningarhátíð næsta vor. Samhliða því vil ég freista þess að efna til sönglagakeppni, þar sem skapandi nemendum gefst tækifæri til að fá lag eftir sig flutt á þessum tónleikum.“

Það var Karen Elísabet Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs sem afhenti Stefáni innrammað skjal til staðfestingar tilnefningunni að viðstöddum bæjarstjóra Ármanni Kr. Ólafssyni. Undir lok athafnarinnar tók Stefán lagið við fögnuð viðstaddra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
433
Fyrir 10 klukkutímum

Valdi hóp til æfinga á nýju ári

Valdi hóp til æfinga á nýju ári
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu