Þetta tilkynnti Sölvi á Facebook-síðu sinni og segir hann mikinn heiður að sýna „þessa litlu risastóru kvikmynd í enn einu landinu“ en myndin hefur þá flakkað í enn eitt heimshornið. „Hlakka til að þjófstarta HM,“ bætir hann við.
Jökullinn logar var gefin út árið 2016 og segir sögu ungra stráka frá Íslandi sem eiga sér einn langsóttan draum, að komast með landsliðinu á stórmót í knattspyrnu. Heimildarmyndin fylgir síðan liðinu í gegnum undankeppni EM og sýnir hvernig fámenn þjóð vakti athygli með gríðarlegu afreki í stærstu íþrótt heims.
Samkvæmt tölum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sáu um 3.600 manns myndina í bíó. Myndin hlaut Edduverðlaun árið 2017 í flokki bestu heimildarmyndar og einnig aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Kicking + Screening í New York í fyrrasumar.