fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Sölvi Tryggvason á leiðinni til Rússlands: Hlakkar til að þjófstarta HM

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 18. maí 2018 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður fer á undan íslenska landsliðinu til Rússlands, nánar til tekið til Moskvu, Rostov og Volgograd. Erindið er að sýna heimildarmynd þeirra Sævars Guðmundssonar, Jökullinn logar, í borgunum þremur.

Þetta tilkynnti Sölvi á Facebook-síðu sinni og segir hann mikinn heiður að sýna „þessa litlu risastóru kvikmynd í enn einu landinu“ en myndin hefur þá flakkað í enn eitt heimshornið. „Hlakka til að þjófstarta HM,“ bætir hann við.

Jökullinn logar var gefin út árið 2016 og segir sögu ungra stráka frá Íslandi sem eiga sér einn langsóttan draum, að komast með landsliðinu á stórmót í knattspyrnu. Heimildarmyndin fylgir síðan liðinu í gegnum undankeppni EM og sýnir hvernig fámenn þjóð vakti athygli með gríðarlegu afreki í stærstu íþrótt heims.

Samkvæmt tölum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sáu um 3.600 manns myndina í bíó. Myndin hlaut Edduverðlaun árið 2017 í flokki bestu heimildarmyndar og einnig aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Kicking + Screening í New York í fyrrasumar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“