fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025

Myndband: Sauðfjárbændur eru sorrý og vilja verða vegan undir tónum Justin Bieber

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. maí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sauðburður er nú að klárast hjá bóndanum Þórlaugu Guðmundsdóttur í Grindavík, en myndband af henni fyrir tveimur árum síðan vakti mikla kæti á YouTube. Af því tilefni var ákveðið að gera nýtt myndband þar sem Þórlaug segist sorrý og stefna að því að vera vegan eða hvað?

„Það var tilvalið að halda upp á tveggja ára afmælið með því að gera nýtt sauðfjármyndband með mömmu,“ segir Hanna Sigurðardóttir, dóttir Þórlaugar, en hún og Teresa Birna Björnsdóttir eiga Hönter myndir og taka þær að sér að semja texta, skesta og myndbönd fyrir afmæli, brúðkaup, árshátíðir eða aðra viðburði.

Það eru mæðgurnar sem leika í myndbandinu, ásamt Höllu Þórðardóttur og Grétari. Anna Sigríður Sigurðardóttir sér um sönginn og Hanna semur íslenskan texta við lag Justins Bieber Sorry.

Öll búa þau í Grindavík, en þar styttist óðfluga í bæjarhátíðina Sjóarinn síkáti, sem haldin verður að vanda um sjómannahelgina, fyrstu helgina í júní. Í fyrra gerði Hönter myndir myndband við lagið Despacito sem sló rækilega í gegn í heimabænum og víðar. Lagið var gert fyrir Appelsínugula hverfið, en bærinn skiptist í fjögur litahverfi fyrir bæjarhátíðina Sjóarinn síkáti.

Hafa má samband við Hönnu og Teresu hjá Hönter myndum í gegnum Facebooksíðu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gæti mætt þremur fyrrum liðum ef hann kemst í úrslitaleikinn

Gæti mætt þremur fyrrum liðum ef hann kemst í úrslitaleikinn