Fyrr í dag vann Benedikt ásamt Ólafi Agli Egilssyni til SACD verðlaunanna fyrir handrit, en verðlaunin eru veitt af samtökum handritshöfunda og tónskálda. Dómnefndin er skipuð af kvikmyndagerðarfólki sem er í stjórn SACD og fá handritshöfundarnir 5000 evrur í verðlaun. Benedikt og Halldóra Geirharðsdóttir, sem leikur aðalhlutverk myndarinnar, eru stödd í Cannes og veittu verðlaununum viðtöku.
„Ólafur Egilsson hér held ég varfærnislega á verðskulduðum verðlaunum þínum fyrir handritsskrif!!! Cannes elskar þig!,“ skrifar Halldóra með myndinni sem hún birtir á Facebooksíðu sinni.
Stikla myndarinnar.