Í auglýsingunni hljómar lag Peters Gabriels, Don’t Give Up, sem hann flutti árið 1986 með söngkonunni Kate Bush. Valdimar syngur lagið í íslenskri þýðingu Sævars Sigurgeirssonar í útsetningu Guðmundar Óskars Guðmundssonar. Þorbjörn Ingason leikstýrði og er auglýsingin gerð í samvinnu við Pipar/TBWA.
„Fólk getur fallið út af vinnumarkaði af margvíslegum ástæðum og það er mikilvægt að við sem samfélag tökum vel utan um þá einstaklinga og hjálpum þeim að fóta sig aftur úti á vinnumarkaði. Framlag allra skiptir máli, bæði fyrir samfélagið og einstaklinginn sjálfan. Með herferðinni eru stofnanir og fyrirtæki hvött til að skoða ráðningar með opnum huga og rétta fram hjálparhönd með skráningu á vefsíðunni verumvirk.is, svo þeir sem hana þurfa geti tekið stoltir á móti. Allir geta fundið sína fjöl.“