Daddi Disco hefur um árabil flutt tónlist á skemmtistöðum, á mannamótum og skemmtunum af öllum toga. Hann á mjög auðvelt með að aðlaga upplifunina að hverjum hópi og aðstæðum enda jafnvígur á allar stefnur og strauma í tónlist.
Hann var fastur plötusnúður á stöðum eins og Hollywood, Broadway, D14, Casablanca, Evrópu, Lækjartungli og Thorvaldsen þar sem hann setti saman sannkallaða púkatónlistarupplifun sem ennþá nýtur mikilla vinsælda á stöðum eins og Pablo Discobar.
Sjálfur segist hann vera mikið gefinn fyrir eldri sálarstungna tónlist með þéttum takti. Á Spotify heldur hann úti lista þar sem hann safnar saman slíkum djásnum. Hann mælir með tilviljanakenndri afspilun, sem sagt „random.“
Lestu einnig: Playlisti Kristborgar Bóelar.