fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Eurovisionball Páls Óskars: Komdu og syngdu með Eurovision stjörnunum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 11. maí 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardagskvöld verður Páll Óskar með árlegt Eurovisionball á Spot í Kópavogi, þar sem nokkrir af okkar fremstu söngvurum og Eurovisionförum mæta og taka sitt lag úr keppninni. Í dag frá kl. 16-18 mun Palli hita upp fyrir kvöldið með því að hertaka K100.

Páll Óskar fer með hlutverk Frank ´n´Furter í Rocky Horror í Borgarleikhúsinu og að vanda er sýning á laugardag, hinsvegar er hún kl. 16 um daginn vegna Eurovision.

„Borgarleikhúsið tók þessa ákvörðun fyrir löngu, líka bara svo þjóðin geti horft á Eurovision, þá hef ég nægan tíma til að fara úr leikhúsinu, fara í sturtu, fara í soundcheck og undirbúa mig. Ég fylgist með keppninni með öðru auganu og svo byrjar ball,“ segir Páll Óskar.

Einhver  myndi ætla að þetta sé heljarinnar prógramm fyrir fimmtugan mann, sérstaklega þar sem Palli gefur sig allan í hlutverk sitt í leiksýningunni. „Á laugardagskvöldum hef ég alveg náð að taka Pallastönt á árshátíðum, ég treysti mér hins vegar ekki í skólaböll miðvikudag og fimmtudag og svo eitthvað annað á föstudegi, meðan á sýningum á Rocky Horror stendur,“ segir Páll Óskar, sem gefur sig allan í hlutverk Frank ´n´Furter í sýningu Borgarleikhússins.

„Orkan í sýningunni er eins og hún er og verður þannig áfram. Við elskum að keyra Rocky Horror, ekki bara við sem stöndum á sviðinu, heldur allir, „make-up“ liðið, allt „crewið.“ Sem dæmi má hljóðstrákana sem vanalega sitja í glerbúri þarna uppi, hafa alltaf gluggann opinn hjá sér og fylgjast með hverri sýningu. Sýning 33 var síðastliðinn sunnudag, eða 35, ég man þetta ekki alveg með aukasýningum.“

Eurovisionböllin byrjuðu fyrir algera tilviljun

„Ég byrjaði með Eurovisionball fyrir tilviljun árið 1999 þegar Selma Björnsdóttir massaði annað sætið, það var enginn búinn að skipuleggja neitt, en fólk hljóp öskrandi út á götu. Þá var ég spila á Spotlight og mætti með allar Eurovisionplöturnar mínar í poka og náði að spila eiginlega bara Eurovisionlög alla nóttina. Ég kom sjálfum mér á óvart.

En fyrsta Eurovisionballið sem er gert af ásettu ráði var árið 2003 þegar Birgitta Haukdal fór. Það var fyrsti vísirinn að böllunum á Nasa, þá var ég byrjaður að spila þar. Þessi böll stækkuðu bara, gestir fóru að vera með og ég hef haft fyrir venju þegar ég mögulega get að þeir séu íslenskir Eurovisionfarar.“

Í ár eru Jóhanna Guðrún, Selma Björns, Hera Björk og Stefán Hilmarsson og Eyfi Kristjáns gestir. „Það verður alveg frábær sing a long stemning. Ég tek klukkutíma show og hita upp fyrir stjörnurnar.

Ég byrja að hita mig upp þó enginn verði mættur í hús með því að spila mín uppáhalds lög, mitt show tekur við, svo gestirnir og síðan er ball í kjölfarið.

Flestir horfa á keppnina heima hjá sér. Ég læðist úr Borgarleikhúsinu strax eftir sýningu þar og klára að soundchecka þannig að allt verður tilbúið á Spot eftir að keppninni lýkur.“

Hitaðu upp fyrir Euroballið og stilltu á K100

Í dag mun Páll Óskar hertaka K100 milli kl. 16-18 og hita upp fyrir Euroballið á Spot.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Ráðgátan um líkið á ströndinni: Enginn veit hvaðan hann kom eða hver hann var

Ráðgátan um líkið á ströndinni: Enginn veit hvaðan hann kom eða hver hann var
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Van Dijk um framtíðina: ,,Ég veit ekki hvar ég mun spila“

Van Dijk um framtíðina: ,,Ég veit ekki hvar ég mun spila“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir hömlu- og taumlausan áróður í Söngvakeppninni – „Hér eru tvö sláandi dæmi“

Gagnrýnir hömlu- og taumlausan áróður í Söngvakeppninni – „Hér eru tvö sláandi dæmi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Nkunku leiðir línuna

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Nkunku leiðir línuna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast