Deadpool glímir hér við hinn öfluga glæpamann Nathan Summers, en hann er betur þekktur sem Cable. Deadpool uppgötvar fljótlega að hann á ekki nokkra einustu möguleika í Cable og því neyðist hann til að kalla til leiks fleiri bardagahetjur sem geta með samtakamætti sínum sett strik í reikninginn og leitt til þess að réttlætið sigri.
Tónlistin í myndinni er frábær líkt og í fyrri myndinni og inniheldur 12 lög sem verða gefin út þann 18. maí. Aðallag myndarinnar er í höndum engrar annarrar en Celine Dion og í myndbandi lagsins syngur hún meðan Deadpool dansar nútímadans á sviðinu.
Lagalistinn er ekki amalegur, gömul og góð klassík í bland við ný lög:
Ashes – Celine Dion
Welcome To The Party – Diplo, French Montana & Lil Pump (feat. Zhavia Ward)
Nobody Speak – DJ Shadow feat. Run The Jewels
In Your Eyes – Peter Gabriel
Take On Me (MTV Unplugged – Summer Solstice) – a-ha
If I Could Turn Back Time – Cher
9 to 5 – Dolly Parton
All Out Of Love – Air Supply
We Belong – Pat Benatar
Tomorrow – Alicia Morton
Mutant Convoy – Tyler Bates
Bangarang (feat. Sirah) – Skrillex
Og auðvitað er til myndband sem sýnir hvað gerðist á bak við tjöldin við gerð myndbandsins með Celine.