fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025

DIMMU tónleikar: Heiðursgestur Dennis Dunaway bassaleikari Alice Cooper

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. maí 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þungarokksveitin DIMMA hélt tónleika á Hard Rock Cafe Reykjavík síðastliðið laugardagskvöld. DIMMA lék lög af flestum plötum sínum, en töluvert er síðan hljómsveitin tróð síðast upp í Reykjavík og enn eru engir tónleikar bókaðir í Reykjavík í sumar.

DIMMA skipa Stefán Jakobsson söngvari, Ingólfur Geirdal gítarleikari, Birgir Jónsson trommari og Silli Geirdal bassaleikari. Bassaleikarinn Dennis Dunaway kom fram sem sérstakur gestur og lék nokkur lög með sveitinni, en hann er persónulegur vinur meðlima hennar og hefur meðal annars leikið inn á nokkrar plötur Dimmu ásamt því að hafa endurgert Halo of Flies, eitt af þekktustu lögum Alice Cooper Group, með Dimmu fyrir nokkrum árum.

Dennis er upphaflegur bassaleikari Alice Cooper Group og var innvígður sem slíkur í Rock and Roll Hall of Fame árið 2011. Dennis hefur verið á tónleika ferðalagi með Alice Cooper um Bandaríkin og Evrópu nýverið þar sem spilað hefur verið í stærstu tónleikahöllum fyrir full hús. Dennis var meðlimur og meðhöfundur  í bandinu þegar stærstu plöturnar og lögin komu út og má þar nefna Billion Dollar Babies, I‘m Eighteen og School‘s Out.

Þungarokksaðdáendur fengu því töluvert fyrir sinn snúð á tónleikum DIMMU. Hjalti Árna tók myndir af tónleikunum.

Facebooksíða DIMMU.

DIMMA á YouTube.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Kátt í Kremlin eftir ummæli Trump um að dag einn gæti Úkraína orðið hluti af Rússlandi

Kátt í Kremlin eftir ummæli Trump um að dag einn gæti Úkraína orðið hluti af Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Birki ráðlagt að fara alls ekki í viðtal hjá Gunnari

Birki ráðlagt að fara alls ekki í viðtal hjá Gunnari
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þorri Mar riftir samningi sínum í Svíþjóð og gæti komið heim

Þorri Mar riftir samningi sínum í Svíþjóð og gæti komið heim
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Undirbúa sig undir það að enski landsliðsmaðurinn fari – Tveir á blaði

Undirbúa sig undir það að enski landsliðsmaðurinn fari – Tveir á blaði