fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025

Eurovision-lag Ara slátrað af erlendu pressunni: „Sálarlaust og hallærislegt“

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 7. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Ari Ólafsson stígur á sviðið annað kvöld í Lissabon í fyrri undanúrslitum Eurovision-keppninnar. Laginu hefur ekki verið spáð góðu gengi af sérfræðingum erlendis og hafa bloggarar og blaðamenn víða kveðið sinn dóm um Our Choice.

Breski miðillinn The Telegraph hefur fullyrt að „Gengi Íslands í Eurovision hefur verið upp og ofan“, og að „Ísland muni ekki ná langt í keppninni í ár“.

 

Textinn ekki bara þreyttur, heldur úrvinda

Tónlistarmiðillinn A Bit of Pop Music tekur undir orðin að ofan og segir: „Því miður verð ég að vera sammála öllum spám hvað þetta lag varðar. Þessi ballaða er ekkert sérlega eftirminnileg og textinn um betri heim er fjarri því að vera frumlegur og satt að segja hallærislegur. Kórusinn ætti að vera kröftugur og þó Ari sé hæfileikaríkur söngvari, hverfur röddin hans í þessar hærri nótur og verður það vont fyrir eyrun. Ég sé hvorki fyrir mér dómnefnd né fólk heima í stofu kjósa þetta lag“.

Bloggsíðan Eurovision Ni segir Ara vera fínan dreng með ágæta rödd og jákvætt viðhorf á lífinu, en að það sé eina sem á lof skilið og gefur laginu fjóra af tíu í einkunn. Uppsetningin á laginu er flöt, hugmyndasnauð, áhrifalaus og sálarlaus. Þrátt fyrir að Ari sé einungis nítján ára gamall vantar alla útgeislun í þessa úreltu framsetningu og virðist hún koma frá tímabili áður en söngvarinn fæddist“, segir í umsögninni.

Þá er bætt við að lagið sé skólabókadæmi um klisju. „Textinn er ekki bara þreyttur, heldur úrvinda. Ari syngur um heim án sársauka þar sem fólk á að hjálpast að í stað þess að skaða hvert annað. Þetta er falleg hugmynd en sett fram á of móðukenndan, abstrakt og dæmigerðan máta til þess að geta vakið áhrif. Berum lagið saman við Mercy eftir franska tvíeykið Madame Monsieur. Þar er fjallað um flóttabarn í Sýrlandi sem nefnist Mercy. Þar má finna hnitmiðaða nálgun á alvarlegu málefni og flutt með meiri krafti, sem umfram allt verður að miklu áhrifaríkara lagi.“

 

Gamaldags og áhrifalaus framsetning

Miðillinn Eurovision Song Reviews segir Our Choice halda áfram þeirri miklu ólukku Íslands og telur öruggt að spá neðarlegu sæti úr úrslitum.

„Þetta er að öllum líkindum eitt ómerkilegasta lag Íslands í langan tíma. Eins ungur og efnilegur og Ari er, býr hann ekki yfir neinum popptónlistar-sjarma, jafnvel þó enginn geti neitað því hversu sterk og mjúk raddböndin hans eru. Lagið minnir á eitthvað sem Aled Jones tæki fyrir. Þetta hljómar allt mjög gamaldags og þrátt fyrir að textinn eigi að vera hjartnæmur, verður hann bara sjálfumglaður og áhrifalaus“.

 

„Ást ást friður friður

Vefur sem gengur undir nafninu WiWiBloggs samanstendur af tónlistarunnendum sem sérhæfa sig í að fjalla um alls kyns tónlist og ekki síður Eurovision-lög. Á síðunni er dómnefnd skipuð 20 manns sem hafa farið í gegnum öll lög keppninnar og fær lag Ara Ólafssonar töluna 3,83 af 10 í meðaleinkunn. Umsagnir nokkurra úr dómnefnd er svohljóðandi:

„Sem söngvari er Ari einn sá besti frá landi sínu, en lagið er hryllilega gamaldags og hljómar eldra en Ari sjálfur. Trúlega mun söngvarinn gera góða hluti fyrir Ísland einn daginn með rödd sinni, en það verður ekki með þessu lagi“. Antranig – 5/10

 

„Ég er mjög ósátt með að þetta lag skuli vera til. Lagið bar af í Söngvakeppninni 2018 en það þýðir ekki að það sé gott. Þetta er ákaflega úrelt og löðrandi í svona ást ást friður friður” vellu. Svona ballöður voru vinsælar á miðjum níunda áratugnum og ekkert af því sem hefur gerst undanfarið gerir þetta viðeigandi fyrir okkar tíma“. Robyn – 2/10

 

Lagið er vissulega einhverjum árum á eftir sinni samtíð og kemur betur út á íslensku, en það er bara vegna þess að ég skil ekki tunguna og get þar af leiðandi látið eins og Ari sé ekki að syngja um klisjukenndan boðskap“.  Jonathan – 5/10

 

„Ari hefði miklu frekar átt að flytja lagið „Heim“ heldur en “Our Choice”. Það hefði betur virkað til þess að fela kjánalegu og dæmigerðu textana í ensku útgáfunni sem við höfum margheyrt áður. Ari virðist vera meira að einbeita sér að raddböndum sínum frekar en laginu. En meira að segja raddböndin þreytast hratt“. Chris – 4/10

Þau Aline og Barnabas í dómnefndinni eru þó talsvert jákvæðari.

„Þetta lag grípur mann frá fyrstu sekúndu. Ari er með svo mjúka rödd, sem ég elska. Ég kann líka að meta textann, sem breiðir út mjög sterkum boðskap. Ég vona að Ari geti staðið sig í hærri nótum lagsins, því ef ekki, mun það eyðileggja lagið. Það væri miður vegna þess að lagið sjálft er prýðilegt“. Aline – 6/10

 

„Hjartnæm popp-rokkballaða með skilaboðum sem höfða til allra. Lagið gjörsamlega svífur í háu nótunum. Hvað meira er hægt að segja? Þetta er traust val ef það kemst áfram“.  Barnabas – 8/10

 

Til hamingju, Ísland

Vefurinn ESC Tips sérhæfir sig í Eurovision-spám og segir Our Choice vera mikil vonbrigði fyrir Ísland.

„Þetta er það sem laglausir grunnskólakrakkar myndu skrifa ef verkefnið yrði lagt fyrir þeim. Ef út í það er farið, hefur einhver spurt Ara um skilríki?

Það er óneitanlega svona „mæður-munu-elska-hann” útgeislun við drenginn, en Íslendingar geta lítið annað reitt sig á… Það er mikið afrek út af fyrir sig, Ísland, en þér tókst að koma með versta lagið í fyrri undanúrslitum keppninnar. Til hamingju!”

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Blóðug tölfræðin að baki „árangri“ Pútíns – 102 dánir eða særðir Rússar fyrir hvern ferkílómetra

Blóðug tölfræðin að baki „árangri“ Pútíns – 102 dánir eða særðir Rússar fyrir hvern ferkílómetra
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Er efstur á óskalista United í janúar

Er efstur á óskalista United í janúar
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Veirufaraldur í Kína

Veirufaraldur í Kína
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Danir breyta skjaldarmerkinu í skugga orða Trump

Danir breyta skjaldarmerkinu í skugga orða Trump
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Senda frá sér yfirlýsingu vegna andláts yfir hátíðarnar

Senda frá sér yfirlýsingu vegna andláts yfir hátíðarnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eltast við tvo leikmenn sem fá lítið að spila

Eltast við tvo leikmenn sem fá lítið að spila
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Engar eignir í félagi sem bitist var um í Sólstafadeilu

Engar eignir í félagi sem bitist var um í Sólstafadeilu