„Ég var að ljúka við The Idiot eftir Elif Batuman, sem ég mæli einlæglega með. Miranda July, sem er annar höfundur sem ég hrífst mjög af, hrósar bókinni á kápu: Og það er vitnað í GQ sem segir þetta eina skemmtilegustu bók sem þau hafi lesið á árinu. Ég get tekið undir það. Í næstu viku fer ég til Ítalíu, Tórínó, en þar verður tilkynnt um úrslit hinna virðulegu Strega-verðlauna, sem Auður Ava Ólafsdóttir er tilnefnd til, fyrir skáldsögu sína Ör. Af því tilefni er ég að lesa aftur uppáhaldskaflana mína úr Ör – og úr Dögum höfnunar, eftir Elenu Ferrante, til þess að komast í ítalskan fíling.“