Meðlimir breska kvikmyndaeftirlitsins (BBFC) eru yfirleitt sagðir vera með opinn huga og sterkan maga þegar kemur að kvikmyndum, en útvaldir titlar þykja nú orðnir alræmdir fyrir það að hafa fá neitaða dreifingu í landinu.
Hæsta aldurstakmark kvikmynda í Bretlandi er 18 ára en það þýðir ekki að hvað sem er sem þykir ganga yfir línuna sleppi í gegn.
Hér eru átta kvikmyndir sem þykja of ógeðfelldar fyrir breska markaðinn og hreinlega fáum viðbjóðandi.
Þessi kvikmynd frá áttunda áratugnum fór vel fyrir brjóstið hjá nefndinni. Ástæðuna mátti rekja til þess kynferðisofbeldis sem myndin sýndi í fullum ham. Ekki bætti það úr skák heldur að ein af aðalleikkonum myndarinnar var aðeins 16 ára þegar á tökum stóð.
Ein frægasta svokallaða „found footage“ mynd allra tíma og í senn mynd sem fólk enn í dag manar hvort annað til þess að leggja í. Meira að segja íslenska kvikmyndaeftirlitið bannaði ítölsku hrollvekjuna Cannibal Holocaust á sínum tíma en hér er sagt frá átakanlegum leiðangri kvikmyndagerðamanna til Suður-Afríku. Hugmyndin þeirra að gera heimildarmynd um ættbálka í frumskóginum. Í ljós kemur að ferðamennirnir skiluðu sér aldrei heim og fannst ekkert frá leiðangrinum nema filmubútar, sem höfðu að geyma vægast sagt ógeðfellda hluti.
Í myndinni er illa farið með dýr í óslitnum tökum og finnast manndráp víða. Myndefnið þótti svo sannfærandi að leikstjóri myndarinnar, Ruggero Deodato, var handtekinn og ákærður um morð. Hann slapp við dóm þegar hann náði að sanna það að aftökusenur voru sviðssettar og að leikarar myndarinnar væru enn heilir á húfi.
Svonefnd „Sjokk-heimildamynd“ (e. Shockumentary) sem samanstendur af myndefni sem sýnir slys og dauðsföll í óritskoðaðri mynd. Nefndin útilokaði dreifingu á þeim grundvelli að hér þótti enginn menntunar- eða fjölmiðlafræðilegur tilgangur vera með þessu verki, né nokkur réttlæting á framsetningu þessa myndefnis yfir höfuð.
Meðlimir breska kvikmyndaeftirlitsins voru ekki lengi að slá þessa heimildarmynd af borðinu, en í henni má finna ýmis konar myndefni af ofbeldi úr raunheiminum. Nefndin hafði áhyggjur af því að útgáfa myndarinnar gæti gert áhorfendur ónæma fyrir hrottalegu ofbeldi, sérstaklega unglinga og börn sem myndu stelast til þess að horfa á hana.
Japanska hrollvekjan Grotesque segir frá skurðlækni sem rænir saklausu pari og gerir þau í kjölfarið að miðpunkti tilrauna sinna, sem eru margar hverjar martraðarfóður fyrir hina viðkvæmu. Myndmálið þótti fyrir neðan allar hellur og pyntingarnar fullgrófar. Saw-myndirnar teljast víst heldur meinlausar í samanburði við þessa. Titillinn einn og sér er ágætis viðvörun.
Söguþráður hrollvekjunnar The Bunny Game þykir fjarri því að vera smekklegur. Hér kynnumst við vændiskonu sem þiggur far frá vafasömum vörubílstjóra. Martröðin er þó bara rétt að byrja, þar sem bílstjóri þessi veldur henni taumlausum skaða með ofbeldi af ýmsum toga. Nefndinni þótti þessi mynd sína hrottalegt ofbeldi í aðeins of „glamúruðu“ ljósi.
Hollenski leikstjórinn Tom Six lofaði framhaldsmynd sem léti þá fyrstu líta út eins og barnamynd í samanburði. Segja má að honum hafi tekist heldur betur að efna það loforð, enda býður seinni Human Centipede-myndin upp á ungbarnadauða, taumlausar pyntingar að ógleymdri senu þar sem aðalpersóna myndarinnar stundar sjálfsfróun með sandpappír.
Þetta stuðaði vissulega breska kvikmyndaeftirlitið, sem krafðist þess að myndin ætti ekki að hljóta dreifingu. Leikstjórinn komst þá að samkomulagi við nefndina og ákvað að fjarlægja ljótustu rammana. Myndin er því aðgengileg í Bretlandi en í styttri útgáfu, sem er samt engu að síður ógeðfelldari en flestar aðrar hrollvekjur.
Á Íslandi var aftur á móti sýnd óritskoðuð útgáfa og þurftu starfsmenn þeirra kvikmyndahúsa sem sýndu myndina að þrífa upp æluna eftir bíógesti oftar en einu sinni.
Kynbundið ofbeldi, misnotkun eiturlyfja og hatursglæpir eru til umfjöllunar í þessari kvikmynd sem fjallar um nýnasista sem ráðast á heimili fjölskyldu sem er af gyðingaættum. Kvikmyndaeftirlit Bretlands tók það ekki í mál að gera myndina aðgengilega og því hvergi hægt að nálgast hana þar með löglegum hætti. Leikstjóri myndarinnar, James Cullen Bressack, ber þessa höfnun sem heiðursmerki og þykir það meiriháttar að hugur hans sé talinn of ógeðfelldur fyrir Bretland, eins og hann sjálfur hefur orðað það.
Þá er spurt: Hefur þú séð einhverja þessara mynda?