Óskarsverðlaunaleikstjórinn Steve Box, sem áður hefur leikstýrt Wallage & Gromit: The Curse of the Were-Rabbit og framleiðandinn John Woolley eru báðir miklir aðdánednur og því er verkefnið í góðum höndum hjá þeim félögum.
Áætlað er að sýningar á Moominvalley byrji vorið 2019. Þættirnir verða 13 talsns, hver 22 mínútur að lengd. Á meðal leikara sem ljá raddir sínar eru Rosamund Pike, Kate Winslet og Taron Egerton.
Múmínálfarnir komu fyrst fram á sjónarsviðið í The Moomins and the Great Flood árið 1945 og eru þekktasta menningararfleifð Finna, enda hafa bækur Jansson verið þýddar á yfir 50 tungumál.
Múmínálfarnir hafa birst áður í sjónvarpi, en fyrri verk hafa miðast við yngstu áhorfendurna á meðan nýju þáttunum er ætlað að höfða til allrar fjölskyldunnar.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=5Xy5wttiUqA]