fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

GusGus lokar Eistnaflugi í ár

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 27. apríl 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkhátíðin Eistnaflug fer fram í fjórtánda sinn í ár, 11.–14. júlí, í Neskaupstað og í dag er tilkynnt hvaða hljómsveit lokar hátíðinni, en venjan er að ekki sé um þungarokkhljómsveit að ræða. Það er GusGus sem mætir í ár og býður upp á tónleika á sinn óviðjafnanlega hátt.

„GusGus er ein stærsta hljómsveit sem verið hefur á Íslandi. Þeir voru eiginlega þeir einu sem komu til greina til að loka hátíðinni,“ segir Birgir Axelsson einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.

„Eftir fjóra daga af stanslausu þungarokki er mikilvægt að skipta um gír, Páll Óskar var fyrir tveimur árum og hann grét eftir tónleikana og sagði þá vera rosalegustu tónleika sem hann hefði haldið. Það sýnir að þungarokkarar geta skemmt sér og ekki bara við þungarokk. Fyrir Austfirðinga sem eru ekki þungarokkarar en vilja upplifa hátíðina þá er líka gaman að bjóða upp á fleira. Eistnaflug er stærsti tónlistarviðburður Austurlands og mikilvægt að við stöndum undir því nafni.“

Fjöldi íslenskra og erlendra sveita spilar á Eistnaflugi; Dimma, Sólstafir, Saktmóðigur, Legend, Kontinuum og Kreator, svo aðeins nokkrar séu nefndar.

Fleiri spennandi nýjungar verða kynntar á næstunni, en sala á Eistnaflug er í fullum gangi.

Facebooksíða Eistnaflugs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telma til skoska stórliðsins

Telma til skoska stórliðsins
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Dæmdur fyrir að rassskella dóttur sína – Stúlkan fær hálfa milljón í bætur

Dæmdur fyrir að rassskella dóttur sína – Stúlkan fær hálfa milljón í bætur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Elon Musk svarar fyrir „nasistakveðjuna“

Elon Musk svarar fyrir „nasistakveðjuna“