Eliza Reeed afhenti Evu Björg verðlaunin, sem ætluð eru höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér skáldsögu. Yrsa dóttir og Ragnar stofnuðu til verðlaunanna í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld. Þau skipuðu einnig dómnefnd ásamt Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar.
Eva Björg Ægisdóttir er 29 ára, þriggja barna móðir með meistarapróf í hnattvæðingu.
Í áliti dómnefndar um bókina segir meðal annars: „Sagan er grípandi og spennandi samhliða því að veita innsýn í myrkan og sáran veruleika. Fléttan er fagmannlega unnin, söguþráðurinn sterkur og sögulokin koma lesandanum á óvart.“
Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna. Sigurvegaranum býðst einnig samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015.