fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Sjö staðreyndir um kvikmyndina Se7en

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spennutryllirinn Se7en hefur eflaust ekki farið framhjá kvikmyndaunnendum í gegnum árin. Myndin fjallar um tvo lögreglumenn í leit að raðmorðingja sem beitir ógnvægilegum aðferðum. Rannsóknin leiðir félagana frá einu líkinu til þess næsta, en hvert morð er framið sem tákn fyrir hverja af dauðasyndunum sjö.

Myndin er frá árinu 1995 og skartar Morgan Freeman, Brad Pitt og Kevin Spacey í ógleymanlegum hlutverkum. Se7en er víða talin sígild og verður hægt að endurnýja kynnin við tryllinn í Bíó Paradís annað kvöld á sérstakri sýningu K100, en myndin verður líka sýnd á föstudagspartísýningu hjá bíóinu. Því væri tilvalið að skella sér á myndina ef viðkomandi hefur eða þekkir einhvern sem hefur aldrei séð hana.

Þetta eru sjö staðreyndir um Se7en sem þú kannski vissir ekki.

 

Handritshöfundurinn Andrew Kevin Walker vann í plötubúð eftir að hann útskrifaðist úr kvikmyndaskóla, en eftir að hafa reynt árum saman að komast inn í bransann án árangurs varð hann ákaflega þunglyndur. Þetta hugarástand leiddi til þess að hann settist niður og skrifaði handritið að Se7en, þar sem honum þótti hugmyndin sniðug að segja sögu af raðmorðingja sem sækir innblástur í erfðasyndirnar sjö.

 

Stórleikaranum Denzel Washington var fyrst boðið að leika rannóknarlögregluna Mills, hlutverkið sem Brad Pitt hreppti að lokum. Denzel afþakkaði boðið vegna þess að handritið þótti honum of andstyggilegt, en seinna meir sá hann eftir þeirri ákvörðun þegar hann sá myndina í bíó.

Það sama gerðist þegar hasarkóngnum Sylvester Stallone bauðst hlutverkið og afþakkaði hann rulluna af sömu ástæðu. Að hans sögn voru það mikil mistök að segja pass við þessu hlutverki.

 

Leikstjórinn David Fincher hafði engan áhuga að gera aðra kvikmynd þegar hann fékk handritið fyrst í hendurnar. „Frekar vildi ég deyja úr ristilskrabbameini en að gera aðra mynd,“ sagði Fincher og vísar í erfiðu framleiðslu myndarinnar Alien 3. Leikstjórinn var þrisvar sinnum rekin í miðjum tökum á þeirri mynd og var framleiðslan sögð vera tómt klúður vegna ágreininga við framleiðendur og handrits sem fór í tökur óklárað.

Þegar Fincher las loksins handritið að Se7en stóðst hann ekki mátið að slá til. „Ég vildi ekki gera dæmigerða lögreglumynd, en svo sá ég að þessi saga var nær því að vera krufning á illsku“. Þetta þótti honum athyglisvert.

 

Þrátt fyrir að vera talin truflandi og ógeðfelld gerist mest allt ofbeldi myndarinnar utan ramma. Þetta þótti Fincher sérstaklega áhrifaríkt, því þetta þýddi að áhorfandinn sæi um að fylla í eyðurnar með ímyndunaraflinu.

 

Framleiðendur ákváðu að það ætti stöðugt að rigna alla myndina. Bæði fannst þeim rigningin skapa ákveðinn drunga í sögunni og leiddi þetta líka til þess að þeir þurftu ekki að hafa áhyggjur af slæmu veðri á tökustað.

 

Fincher var handviss um að Morgan Freeman myndi aldrei samþykkja boðið um að leika í myndinni, en hann var fyrsti leikarinn til þess að vera ráðinn og var víst yfir sig hrifinn af handritinu.

 

Framleiðendur vildu ólmir breyta endi myndarinnar en Brad Pitt hótaði að hætta ef yrði úr þeirri ákvörðun. Endirinn hélst óbreyttur í lokaútgáfunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set