fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025

Tobba Marinós: Gleðilega fæðingu kemur út í dag og annað barn á leiðinni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag kemur út bókin Gleðilega fæðingu, sem Tobba Marinósdóttir skrifar í samstarfi við Hildi Harðardóttur fæðingarlækni og Aðalbjörn Þorsteinsson gjörgæslu og svæfingarlækni.

Í bókinni er farið yfir það allra helsta sem þarf að hafa í huga þegar farið er á fæðingardeildina og er hún hugsuð sem uppflettirit fyrir verðandi foreldra.

Það eru þó ekki einu gleðitíðindin hjá Tobbu, því hún á sjálf von á sínu öðru barni með Karli Sigurðssyni, en fyrir eiga þau dótturina Regínu, sem verður fjögurra ára í júlí.

„Þessi bók tók rúmlega þrjú ár í skrifum og er því ekkert annað en stórkostleg. Enda eru Hildur og Alli meðal fremstu lækna landsins og í raun ekkert sem þau geta ekki svarað um þessi mál. Svo eru líka skemmtilega teikningar og skýringarmyndir í bókinni í bland við reynslusögur. Þetta er í raun eina bókin sem segir frá því sem gerist á fæðingarstofunni, hvaða valkosti hefur hin verðandi móðir og hvað í fjandanum er töng, hvernig virkar ferildeyfing og hvernig lýtur sogklukka út? Ég sjálf hafði aldrei komið inn á fæðingarstofu þegar ég var ólétt og sá í raun fyrir mér skilrúm milli rúma eins og ég hafði séð í sjónvarpinu,“ segir Tobba.

Útgáfuhófið bókarinnar er í dag kl. 17 og allir velkomnir. Fyrstu 50 barnshafandi konurnar sem mæta í boðið fá gjafapoka.

Viðburður á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sara lenti í veseni við millilendingu á Keflavíkurflugvelli – Neydd til að dvelja hér í nokkra daga en ætlar samt að koma aftur

Sara lenti í veseni við millilendingu á Keflavíkurflugvelli – Neydd til að dvelja hér í nokkra daga en ætlar samt að koma aftur
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland tryggði áframhaldandi veru í A-deild

Ísland tryggði áframhaldandi veru í A-deild
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gæti söðlað um innan London

Gæti söðlað um innan London
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eyddu grófri færslu sinni um Trump og hans stuðningsmenn

Eyddu grófri færslu sinni um Trump og hans stuðningsmenn
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Jakob: Eftir sex ára rekstur hefur enginn beðið um að sjá réttindin – „Lögreglan hefur engan tíma í eftirfylgni á þessu“

Jakob: Eftir sex ára rekstur hefur enginn beðið um að sjá réttindin – „Lögreglan hefur engan tíma í eftirfylgni á þessu“