fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fókus

Sögur: Amma Best, Jói og Króli og Daði Freyr verðlaunuð – Guðrún Helgadóttir hlaut Sögusteininn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 23. apríl 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðlaunahátíðin SÖGUR fór fram í fyrsta sinn í gærkvöldi, sunnudaginn 22. apríl. Hátíðin var haldin í Eldborgarsal Hörpu og var öll hin glæsilegasta. Um 2.000 börn á aldrinum 6-12 ára kusu það besta á sviði tónlistar, bókmennta, sjónvarps og leikhúss, auk þess sem skapandi börn voru verðlaunuð.

Amma best eftir Gunnar Helgason hlaut Bókaverðlaun barnanna sem besta frumsamda bókin og Dagbók Kidda klaufa – furðulegt ferðalag eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar var kosin besta þýdda bókin. Sögusteininn, heiðursverðlaun IBBY á Íslandi, hlaut Guðrún Helgadóttir fyrir æviframlag sitt í þágu barnamenningar á Íslandi.

Í flokki tónlistar var B.O.B.A. með JóaPé og Króla valið lag ársins en Daði Freyr og Gagnamagnið sigruðu í flokknum Tónlistarflytjandi ársins og áttu einnig lag ársins, Hvað með þaðBlái hnötturinn var valin besta leiksýningin og börnin í Bláa hnettinum voru kosin bestu leikarar og leikkonur ársins. Skólahreysti var kosin barnasjónvarpsþáttur ársins, Fjörskyldan hlaut verðlaun sem fjölskyldusjónvarpsþáttur ársins og loks var sjónvarpþáttaröðin Loforð valið besta leikna efnið í sjónvarpi eða kvikmyndum.

Þá voru sigurvegarar í sögusamkeppni KrakkaRÚV einnig verðlaunaðir. Árni Hrafn Hallsson og Eyvör Stella Þeba Guðmundsdóttir hlutu verðlaun fyrir smásögur ársins, Sunna Stella Stefánsdóttir og Iðunn Ólöf Berndsen fyrir leikrit ársins og Silvía Lind Tórshamar fyrir útvarpsleikrit ársins. Svandís Huld Bjarnadóttir, Ísak Helgi Jensson, Sara Einarsdóttir og Sóldís Perla Marteinsdóttir hlutu verðlaun fyrir stuttmyndir sínar. Leikritin sem báru sigur úr býtum verða sett upp í Borgarleikhúsinu og Útvarpsleikhúsinu á næsta leikári. Úrval af smásögum barnanna kemur út á rafbók hjá Menntamálastofnun í dag, og er aðgengileg á mms.is/sogur, lesendum að kostnaðarlausu.

Að hátíðinni stóðu SÖGUR – samtök um barnamenningu, í samstarfi við KrakkaRÚV, SÍUNG, IBBY á Íslandi, Barnamenningarhátíð Reykjavíkurborgar, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, Borgarbókasafnið, Borgarleikhúsið, Menntamálastofnun, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Hörpu og Miðstöð skólaþróunar við HA. Hátíðin var send út í beinni útsendingu á RÚV og hægt er að horfa á hana í Sarpinum á www.ruv.is. SÖGUR er hluti af afmælisdagskrá 100 ára fullveldisafmæli Íslands.

SÖGUR Verðlaunahafar 2018
Sögusteinninn Guðrún Helgadóttir

Bókaverðlaun barnanna – Besta íslenska bókin
Amma best-Gunnar Helgason

Bókaverðlaun barnanna – Besta þýdda bókin
Dagbók Kidda klaufa – furðulegt ferðalag Höfundur Jeff Kinney, þýðandi Helgi Jónsson

Tónlistarflytjandi ársins Daði Freyr og Gagnamagnið
Lag ársins B.O.B.A. – JóiPé og Króli
Lagatexti ársins Hvað með það? – Daði Freyr og Gagnamagnið

Leikið efni ársins: Loforð
Barnasjónvarpsþáttur ársins: Skólahreysti
Fjölskyldusjónvarpsþáttur ársins: Fjörskyldan
Leiksýning ársins: Blái hnötturinn
Leikari/leikkona ársins: Börnin í Bláa hnettinum
Sjónvarpsstjarna ársins: Jón Jónsson

  

Smásaga ársins Bókavandræði: Árni Hrafn Hallsson
Smásaga ársins Bella og dularfulla mamman: Eyvör Stella Þeba Guðmundsdóttir

Leikrit ársins Friðþjófur á tímaflakki: Sunna Stella Stefánsdóttir
Leikrit ársins Tölvuvírusinn: Iðunn Ólöf Berndsen
Útvarpsleikrit ársins Stelpan sem læstist í skápnum: Silvía Lind Tórshamar

Stuttmynd ársins Svandís og Ísak: Svandís Huld Bjarnadóttir og Ísak Helgi Jensson
Stuttmyndahandrit ársins Þrjár óskir: Sara Einarsdóttir og Sóldís Perla Marteinsdóttir

Hvatningarverðlaun fyrir smásögur:
Gimsteinninn Jakobína Lóa Sverrisdóttir og Vigdís Magnúsdóttir
Geimveran og vinir hennar Sara Maren Jakobsdóttir
Hættuspil Sölvi Martinsson Kollmar
Hliðarheimur ímyndunaraflsins Kristján Nói Kristjánsson

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stærðfræðiþrautin sem gerir fólk alveg vitlaust – Þú mátt bara bæta einu striki við

Stærðfræðiþrautin sem gerir fólk alveg vitlaust – Þú mátt bara bæta einu striki við