fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Gísli Örn deilir aðalhlutverki með Norðmanni

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 22. apríl 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andlit leikarans og leikstjórans góðkunna, Gísla Arnars Garðarssonar, prýddi auglýsingaspjöld á Cannes nýlega. Um er að ræða auglýsingaplakat sjónvarpsþáttanna One Night sem Øystein Karlsen leikstýrir og skrifar handrit að.

Tveir leikarar leika aðalkarlhlutverk myndarinnar, Gísli Örn í ensku útgáfunni og Anders Baasmo Christiansen í þeirri norsku. Mótleikkona þeirra, MyAnna Buring, leikur hins vegar í báðum útgáfum, en tökur þeirra fóru fram á sama tíma í október og nóvember á síðasta ári. Hún leikur þó á sænsku í norsku útgáfunni, en þættirnir eru alls tíu.

One Night fjallar um par sem kynnist á blindu stefnumóti. „Hver sena var tekin tvisvar, á ensku og norsku. Vegna andláts í fjölskyldu Anders gat hann ekki leikið í báðum útgáfum. Þannig að Gísli Örn tók það að sér,“ segir Karlsen. „Gísli Örn kom inn með þriggja daga fyrirvara, sem er frábært. En það sem er líka vert að minnast á er að Buring fór í gegnum 250 blaðsíðna handrit, á tveimur tungumálum, með þriggja mánaða gamalt barn sitt sem er á brjósti.“

Anders og Buring í hlutverkum sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda