„Nú er ég loksins búinn að meika það,“ sagði Björgvin þegar hann tók við nafnbótinni og þakkaði samferðamönnum sínum í tónlistinni, bæjarstjórninni og öðrum sem komu að því að útnefna hann innilega fyrir. Hann sagðist hrærður og þakklátur og þótti vænt um að samferðafólk sitt sæmdi hann slíkri nafnbót. Þá sagðist hann hafa komið víða og leyft sér að búa um stutta hríð annarsstaðar í en í Hafnarfirði en engin bær komist með tærnar þar sem Hafnarfjörður er með hælanna og uppskar hann mikið lófatak viðstaddra.
Björgvin hefur fengið fjöldann allan af viðurkenningum og nafnbótum í gegnum árin. Enginn hefur sem dæmi tekið af honum titilinn poppstjarna ársins frá því 1969. Þá hefur hann verið sæmdur heiðursverðlaunum Íslensku tónlistarverðlauna, auk þess að vera handhafi riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu.
Björgvin Halldórsson er fæddur í Hafnarfirði 16. apríl 1950 og hóf feril sinn með hafnfirsku hljómsveitinni Bendix og síðan tók við sannkallað ævintýri með hljómsveitum á borð við Flowers, Ævintýri, Brimkló, Changes, HLH flokknum og fleiri. Björgvin var valinn poppstjarna ársins árið 1969sá, eini sem hefur hlotið þann titil. Björgvin hefur í gegnum tíðina brugðið fyrir sig poppi, rokki, kántrý, ballöðusöng og Júróvisjónað , ógleymdum jólalögunum. Það má finna lag úr hans safni við hvert tækifæri. Björgvin er söngvari, lagahöfundur, upptökustjóri og hljómplötuframleiðandi. Hann hefur tekið upp fleiri hundruð lög á ferlinum sem nú spannar hálfa öld. Auk þess er hann goðsögn í lifanda lífi og kannski ekki hvað síst fyrir fyrir snaggaralegar athugasemdir sínar um menn og málefni
Þeir sem hlotið hafa nafnbótina Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í gegnum árin eru:
2005 Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, myndlistarmaður
2006 Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona
2007 Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður
2008 Sigurður Sigurjónsson, leikari
2009 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona
*Ekki voru útnefndir Bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013
2014 Andrés Þór Gunnlaugsson tónlistarmaður
2017 Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður
2018 Björgvin Halldórsson söngvari