fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025

Metsöluhöfundurinn Iain Reid, yngri bróðir frú Elizu Reid heldur útgáfuhóf í Reykjavík

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 13. apríl 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega kom fyrsta skáldsaga kanadíska rithöfundarins Iain Reid út hjá Veröld í þýðingu Árna Óskarssonar.

Reid, sem búsettur er í Kanada, er yngri bróðir frú Elizu Reid forsetafrúar okkar.

Reid hefur áður gefið út æviminningar sínar í tveimur bókum: A Year in the Life of an Over-Educated, Underemployed, Twentysomething Who Moves Back Home (árið 2010) og The Truth About Luck: What I Learned on my Road Trip with Grandma (árið 2013).

Ég er að spá í að slútta þessu er hins vegar fyrsta skáldsaga hans og kom hún út í heimalandinu árið 2016.

Frú Eliza er stofnandi ritlistarbúðanna Iceland Writers Retreat, ásamt Ericu Green, en þær fara fram í Reykjavík núna 11. – 15. apríl.

Höfundurinn er staddur hér á landi og verður haldinn útgáfufagnaður í Eymundsson Austurstræti mánudaginn 16. apríl kl. 17.

Bókin fjallar um Jake og kærustu hans sem heimsækja foreldra hans sem búa á frekar afskekktum bóndabæ. Ýmislegt sérkennilegt mætir unnustunni í þessari ferð og sú mynd sem hún hafði af Jake rímar illa við það sem hún upplifir. Á heimleiðinni lenda þau í blindbyl sem ber þau að auðri skólabyggingu þar sem atburðarásin tekur óvænta stefnu.

Bókin hefur slegið rækilega í gegn víða um heim og leikstjórinn Charlie Kaufman, sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna, vinnur nú að mynd eftir sögunni, sem Notable Books Council valdi sem skáldsögu ársins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikmaður Arsenal gæti tekið óvænt skref

Leikmaður Arsenal gæti tekið óvænt skref
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Arnari Þór var slaufað: „Á heimleiðinni rann upp fyrir mér að enginn þingmaður XD hafði talað við mig allt kvöldið“

Arnari Þór var slaufað: „Á heimleiðinni rann upp fyrir mér að enginn þingmaður XD hafði talað við mig allt kvöldið“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Krefjast skýrslu um meðferð á svínum – Vilja vita hvernig gasklefar og halaklippingar samræmast lögum

Krefjast skýrslu um meðferð á svínum – Vilja vita hvernig gasklefar og halaklippingar samræmast lögum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Furða sig á ummælum Guðmundar í viðtölum í gær – „Þetta var athyglisvert“

Furða sig á ummælum Guðmundar í viðtölum í gær – „Þetta var athyglisvert“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hinn virti blaðamaður tjáir sig um kjaftasögurnar í kringum Trent

Hinn virti blaðamaður tjáir sig um kjaftasögurnar í kringum Trent
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungstirni KR í íslenska hópnum og missa af leiknum við Blika

Ungstirni KR í íslenska hópnum og missa af leiknum við Blika