fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð hefst á morgun í Bíó Paradís: Börn hvött til að mæta í búningum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 4. apríl 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun kl. 17 er opnunarhátíð Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem haldin verður í Bíó Paradís. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Börn á öllum aldri eru hvött til þess að mæta í búningum og þema hátíðarinnar í ár er umburðarlyndi!

Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður og hefur brotið blað í kvikmyndamenningu barna og unglinga. Verndari hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir.

Dagskrá opnunarhátíðarinnar er eftirfarandi:
17:00 Vísinda Villi tekur á móti gestum með skemmtilegri og ævintýralegri vísindauppákomu!

17:20 Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar setur hátíðina formlega.

17:30 Opnunarmynd hátíðarinnar sýnd, Doktor Proktor og Tímabaðkarið, myndin hentar öllum aldurshópum og er talsett á íslensku.

Doktor Proktor og Tímabaðkarið er byggð á geysivinsælli bókaröð Jo Nesbø. Í þessari nýjustu mynd ferðast hinn ástsjúki Doktor Proktor aftur til fortíðar í örvæntingarfullri viðleitni til þess að breyta sögunni. Hann vill reyna koma í veg fyrir brúðkaup sinnar heittelskuðu Juliette og hins hallærislega Kládíusar Klisju en hann hann festist óvart í fortíðinni! Lisa og Nilly, hinir ungu og dyggu aðstoðarmenn doktorsins verða því að ferðast á tímabaðkarinu aftur til fortíðar til þess að hjálpa honum.

Fjöldi ókeypis viðburða og námskeiða verður á hátíðinni og almennt miðaverð á hátíðina er aðeins 1000 kr.

Upplýsingar um alla viðburði má finna á heimasíðu, Facebooksíðu eða í dagskrárbæklingi hátíðarinnar.

Aukin fjölbreytni í kvikmyndaflóru fyrir börn og efling kvikmyndalæsi barna- og unglinga

Hlutverk barnakvikmyndahátíðarinnar er að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglingakvikmyndum víðs vegar að úr heiminum sem annars eru ekki teknar til sýninga á Íslandi. Hátíðin eykur fjölbreytni í kvikmyndaflóru fyrir börn, eflir kvikmyndalæsi barna- og unglinga og er tækifæri fyrir alla fjölskylduna að koma á metnaðarfulla viðburði og njóta dagskrár í hæsta gæðaflokki.

Fjölskyldur hafa tækifæri til að njóta áhugaverðra kvikmynda saman utan skólatíma þar sem yngsta kynslóðin fær að kynnast hugtakinu “kvikmyndahátíð”. Markmið Heimilis Kvikmyndanna er að halda Alþjóðlega kvikmyndahátíð barna í Reykjavík árlega og byggja þar upp hefð í menningarlífi barna. Slíkur viðburður mun vekja áhuga barna á kvikmyndum og kvikmyndamenningu, stuðla að tengslum við líf og umhverfi annarra barna víða um heim og færa börnum fjölbreyttari upplifun á hvíta tjaldinu en þau hafa haft aðgang að hingað til. Með nýjum sýningarbúnaði, þar sem hljóð- og myndgæði í bíóinu eru nú það besta sem völ er á eykst aðgengi á nýjum evrópskum barna- og unglingakvikmyndum til muna.

Á meðal mynda sem sýndar verða á hátíðinni er Benji The Dove, bandarísk endurgerð á íslensku kvikmyndinni Benjamín Dúfa frá 1995, sem byggð var á verðlaunasögu Friðriks Erlingssonar. Myndin er byggð á sögunni um Benjamín Dúfu og vinum hans í reglu Rauða Drekans, en sögunni hefir verið breytt nokkuð og hún staðfærð. Myndin verður sýnd með ensku tali.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“