fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025

Yrsa og Ragnar hafa valið fyrsta Svartfuglinn

Er nýr metsöluhöfundur kominn fram?

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. febrúar 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Metsöluhöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu síðastliðið haust til glæpasagnaverðlauna, Svartfuglinn, í samvinnu við Veröld. Og hefur fyrsti vinningshafinn verið valinn.

Yrsa og Ragnar skipa dómnefndina ásamt Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar og hefur hún nú lokið störfum og valið verðlaunahandritið. Dómnefndinni var vandi á höndum, á þriðja tug handrita barst í samkeppnina og mörg þeirra mjög álitleg. Búið er að hafa samband við verðlaunahöfundinn, sem fær verðlaunin veitt í viku bókarinnar í lok apríl. Kemur þá í ljós hver verðlaunahöfundurinn er, en verðlaunahandritið kemur út á bók sama dag.

Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki sent frá sér áður glæpasögu. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna samkvæmt rammasamningi Félags íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasambands Íslands. Einnig býðst þeim sem sigur ber úr býtum samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segja að Manchester United reyni aftur í sumar

Segja að Manchester United reyni aftur í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Sowe og Oliver sáu um að klára Stjörnuna í Garðabæ

Besta deildin: Sowe og Oliver sáu um að klára Stjörnuna í Garðabæ
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allt klárt – Ancelotti hættir með Real í sumar og tekur við Brasilíu

Allt klárt – Ancelotti hættir með Real í sumar og tekur við Brasilíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ríkharð reiður eftir laugardagskvöldið og gefst upp – „Ég hata þetta lið, þetta er ótrúlegt“

Ríkharð reiður eftir laugardagskvöldið og gefst upp – „Ég hata þetta lið, þetta er ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool hissa þegar þeir komust að því hvað Arne Slot heitir í raun og veru

Stuðningsmenn Liverpool hissa þegar þeir komust að því hvað Arne Slot heitir í raun og veru