fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

The Post: Töffarar með ritvélar

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 30. janúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Steven Spielberg gefur út kvikmynd fylgjast allir með enda er hann, ásamt Chaplin og Hitchcock, þekktasti leikstjóri kvikmyndasögunnar. Á fyrri hluta ferilsins var hann þekktastur fyrir að gera ævintýra og fjölskyldumyndir en eftir að Schindler´s List kom út árið 1993 hafa sannsögulegar kvikmyndir verið hans ær og kýr. The Post er sú nýjasta og fjallar um útgáfu dagblaða á Pentagon skjölunum árið 1971.

Wikileaks síns tíma

Í sögulegu ljósi hafa Pentagon skjölin fallið í skuggann á Watergate uppljóstrunum sem áttu sér stað örskömmu síðar og ullu falli Richard Nixon úr stóli Bandaríkjaforseta. Pentagon skjölin komu úr Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og lýstu uppsöfnuðum syndum fjögurra Bandaríkjaforseta, frá Truman til Johnson, í málefnum Indókína. Hvernig Bandaríkjamenn höfðu hagað sér á svæðinu og hvernig þeir höfðu logið að almenningi um stöðu mála í Víetnamstríðinu.

Daniel Ellsberg, einn af þeim sem vann að rannsókninni, lak skjölunum í dagblaðið New York Times árið 1971 en Nixon stjórnin fékk lögbann á útgáfuna. Þá komum við að efni myndarinnar sem fjallar að mestu leyti um viðbragð eigenda og ritstjórnar dagblaðsins Washington Post við lögbanninu.

Hanks og Streep kunna þetta

Kvikmyndir um fjölmiðla eru eiginlega kapítuli út af fyrir sig, nokkurs konar gáfumanna-spennumyndir. Hér nota hetjurnar ekki byssur heldur ritvélar og í stað þess að bjarga barni eða ungri dömu þá bjarga þeir ritfrelsinu og lýðræðinu. Þetta eru samt engu minni töffarar sem sína helst mátt sinn og megin gagnvart bólugröfnum lærlingum á ritstjórnarskrifstofum. Þetta eru einnig ráðgátumyndir, þar sem blaðamennirnir raða saman púslum eins og einkaspæjarar og það sem eykur á spennuna er hinn daglegi skilafrestur fyrir prentsmiðjuna.

Besta fjölmiðlakvikmynd allra tíma er vitaskuld All the President´s Men frá árinu 1976 sem fjallar um Washington Post og Watergate hneykslið. Þá lék Jason Robards ritstjórann og erkitöffarann Ben Bradlee en í aukahlutverki. Í The Post er Bradlee aðalhlutverkið (Tom Hanks) ásamt Katharine Graham (Meryl Streep), eiganda blaðsins. Þau standa sig prýðilega, enda samanlagt með 25 óskarstilnefningar og fimm styttur á bakinu. Sá sem stelur senunni er hins vegar Bob Odenkirk, sem fer með hlutverk reynds blaðamanns. Odenkirk er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem lögmaðurinn útsmogni Saul Goodman úr þáttunum Breaking Bad og Better Call Saul.

Niðurstaða

The Post er kvikmynd sem þykist ekki vera stærri en hún er. Vissulega er málefnið mikilvægt og hefur augljósa vísun í nútímann, samanber uppljóstranir og leka síðustu ára. En hún er lágstemmd og atriði í henni benda til þess að Pentagon skjölin hafi í raun verið forréttur að Watergate og The Post því nokkurs konar „undanfaramynd” (prequel) af All the President´s Men. Að einhverju leyti hefur The Post þó meiri skírskotun inn í íslenskan samtíma vegna nýtilkomins lögbannsmáls Stundarinnar.

+Sagan sjálf er heldur ekki mjög flókin og fá grá svæði. Varla er til betra kvikmyndaillmenni en Richard Nixon og myndin tekur engar skarpar beygjur. En þarf þess heldur ekki. The Post heldur athygli áhorfandans og hún er ákaflega spennandi út í gegn. Hér er um að ræða ákaflega vandaða mynd, með góðum leikurum og sem gerist á merkilegum tíma í bandarískri sögu. Til meira er ekki hægt að ætlast frá gömlum jálk eins og Spielberg.

Fjórar stjörnur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar